Föstudagur, 8. júní 2007
Húrra fyrir Flateyri
Undarlega lágværar raddir - eða kannski hef ég ekki verið að hlusta - um betri horfur á Flateyri. Mikið innilega von ég að þessu fyrirtæki (Tásunum?) sé alvara með að ætla að viðhalda blómlegri byggð og góðu atvinnulífi. Ég hef sko gist á Flateyri og farið í langa göngutúra þar, líka í sundlaugina.
Og þá rifjaðist upp fyrir mér krúttið sem ég sá á hafnarbakkanum um síðustu helgi. Skötuselur er mikið gúmmulaði sem ég reyni að koma tönnunum yfir þegar ég fer á veitingastað, en honum var áður hent fyrir borð vegna skorts á fríðleika.
Ekki þurfa allir að vera sætastir.
Athugasemdir
Nei það geta ekki alltaf farið heim með sætasta fiskinn af bryggjunni.
Steingerður Steinarsdóttir, 8.6.2007 kl. 19:54
Téhéhé!
Berglind Steinsdóttir, 8.6.2007 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.