Meintur söluhagnaður af sölu fasteignar

Ég seldi íbúð í fyrra sem ég var búin að eiga í átta ár og síðan hefur fólk verið óþreytandi við að minna mig á að kaupa mér nýja íbúð, m.a. til að þurfa ekki að borga skatt af meintum hagnaði.

Í morgun kom ég því loksins í verk að hringja í ríkisskattstjóra til að spyrja hvort það ætti við rök að styðjast, hvort ég þyrfti raunverulega að borga skatt (og þá af hvaða upphæð) ef ég ekki keypti aðra íbúð í síðasta lagi á næsta ári. Jón Ingi (hvurn ég ekki þekki) hló bara dátt og sagði að maður þyrfti að hafa átt íbúð skemur en í tvö ár og, nei, ég þyrfti ekki að borga skatt af mismuninum þótt ég keypti ekki íbúð á næsta ári.

Ég ætla samt að hringja aftur í næstu viku til að vera alveg viss. Eða hefur einhver annar átt svona símtal nýlega?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég skoðaði þetta í vetur og mér var sagt að ef ég hafi átt íbúð legnur en 2ár þá þarf ekki að borga skatt.  En ef ég hef ekki átt íbúðinna svo lengi þá væri hægt að sækja um frestun á skatti ef það liggur fyrir að kaupa eigi aðra íbúð innan 2-3 ára

Þórður Ingi Bjarnason, 11.6.2007 kl. 20:47

2 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Þórður sagði allt sem ég ætlaði að segja, trúðu okkur þetta er svona.

Vilborg Valgarðsdóttir, 11.6.2007 kl. 21:48

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ókei, þá sleppi ég seinni hringingunni. En það eru ótrúlega margir fullir af ranghugmyndum um þetta.

Berglind Steinsdóttir, 11.6.2007 kl. 23:06

4 identicon

Þetta er rétt Berglind mín, bara að tala við gellu-gengið við vitum allt

og takk fyrir síðast

kv Ella

Elinora (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 13:37

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég seldi íbúðina mína fyrir tæpum fjórum árum, hef ekki keypt nýja síðan og hef ekki fengið neina rukkun um skatt af þessu. Ég held að skatturinn sé til að koma í veg fyrir brask með íbúðir. Notaðu bara peningana þína til að ferðast um heiminn. Þú ert t.d. velkomin til Vancouver.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.6.2007 kl. 21:50

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Vertu bara róleg Berglind mín og keyptu svo íbúð í elliblokkinni rándýru.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.6.2007 kl. 10:33

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

What jolly good ideas! Ég er strax (hehehe, sumarið að banka á) komin með ferðafiðring.

Berglind Steinsdóttir, 13.6.2007 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband