Standandi leiðsögumenn í rútum á ferð = algjör glæpur

Ég veit um tvo leiðsögumenn sem heimta að fá að standa í rútunum og snúa að farþegunum á ferð og ég bara verð að segja að ef ég væri bílstjórinn þeirra myndi ég neita að keyra! Ekki einasta er þetta ólöglegt og getur verið hættulegt, þetta gerir það líka að verkum að leiðsögumaðurinn missir af því einstaka sem sést út um gluggann á hverjum tíma. Það er alveg sama hvað maður hefur farið oft einhverja tiltekna leið, það getur alltaf verið nýstárlegt í það og það skiptið eða eitthvað bæst við. Þið vitið hvað ég meina.

Að auki er þetta kjánalegt fyrir þá farþega sem sitja framarlega og finnst þeir kannski verða að fylgjast með lengur og betur en þá langar til. Mér finnst ósköp eðlilegt að fólk taki athyglishlé þótt ég sé að tala ... svo fremi að ég haldi sjálf athyglinni, téhéhé.

Umræddir leiðsögumenn eru samt með áralanga reynslu af starfinu og sinna því ugglaust vel á sinn hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Þetta er náttúrulega stórhættulegt.  Leiðsögumaðurinn setur sig í mikla hættu og getur kastast til í rútunni, e.t.v. yfir aðra farþega eða útum framrúðuna, ef eitthvað útaf ber. Mæli með því að þú gerir athugasemd við þetta hjá þínu stéttarfélagi/fagfélagi. Þetta er í besta falli slæmt fordæmi og í versta falli stórhættulegt.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 13.6.2007 kl. 21:21

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, það er rétt, maður á ekki að líta undan. Slysin gera ekki boð á undan sér og enginn ætlar sér að lenda í slysi. Þótt þessir einstaklingar hafi sloppið hingað til er ómögulegt að vita hvernig heppnin sleppir af þeim hendinni.

Berglind Steinsdóttir, 13.6.2007 kl. 21:31

3 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég held að ég viti hvaða leiðsögumenn þú ert að ræða um.  Þeir leiðsögumenn sem vildu ekki sitja á meðan ég var að aka sama hvað ég var búinn að benda þeim á þá hættu sem þetta skapaði.  Í þessum tilfellum stoppaði ég og fór ekki af stað aftur fyrr en þeir voru sestir.  Ef þeir stóðu aftur upp til að segja frá einhverju sem var vel hægt að segja frá sitjandi þá fór ég út í kant og stoppaði og neitaði að fara af stað fyrr en þeir voru sestir.  Þetta virkaði vel og þeir hættu að standa hjá mér. 

Berglind þú varst sá leiðsögumaður sem varst til fyrirmyndar í þinni leiðsögn og minntir oft farþega á beltanotkun sem aðrir leiðsögumenn fannst það ekki sitt verk.

Þórður Ingi Bjarnason, 13.6.2007 kl. 22:22

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Var? Huhhu, þótt þú þykist vera hættur akstri (nema þegar þú „fellur“) er ég ennþá „alive and kicking“, téhéhé. En það er gott að láta brýna sig endrum og eins og ég hef verið sérlega dugleg upp á síðkastið að passa þetta. Og ég er ánægð með að heyra að þú stóðst (sast?!) á rétti þínum og farþeganna, sumir bílstjórar eru ragir við það. Ég held reyndar að margir séu heldur ekki vissir um hvað þeir mega gera eða hver ber ábyrgðina ef eitthvað fer úrskeiðis. Það þarf að ræða þetta og sannfæra menn um hið rétta.

Berglind Steinsdóttir, 13.6.2007 kl. 22:30

5 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Málið er ef eitthvað gerist þá ber bílstjóri alla ábyrgð bæði á farastjóra og farþegum.  Þetta er hlutur sem þarf að brýna fyrir öllum sem vinna við þetta. 

Þórður Ingi Bjarnason, 13.6.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband