Kynbundið hlaup (nei, takk)

Nú sit ég enn með auglýsingu um kvennahlaupið fyrir framan mig. Ég sá ábyggilega auglýsingu í gær og kannski í fyrradag líka, jafnvel um síðustu helgi, og hvergi er dagsetningin búin að vera. Ég veit ekki vel af hverju ég vil vita hvenær það á að vera því að ég fer ekki í kynbundið hlaup. Ég gagnrýni ekki kynbundna hlaupara, auðvitað ekki, en sjálf kýs ég frekar maraþonskokkið.

Í auglýsingunni eru á að giska 80 tímasetningar og kannski finnnst einhverjum segja sig sjálft að hlaupið sé á laugardaginn en ég varð að fara inn á auglýsta vefsíðu til að finna það. Hlaupið tengist kvennadeginum sem er 19. júní og mín vegna hefði getað verið vilji fyrir því að hafa hlaupið á þjóðhátíðardeginum úr því að dagarnir raða sér svona í ár. Finnst skipuleggjendum þetta virkilega svona sjálfgefið eða yfirsást þeim?

Það er samt ekki þetta sleifarlag sem hrindir mér frá hlaupinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband