Dáindisveður í miðborginni

Ég gekk Laugaveginn áðan mér til yndisauka, rápaði inn í Mál og menningu, gramsaði í ferða- og jarðfræðibókum og rakst á annan leiðsögumann. Okkur hættir svolítið til að sækjast eftir að lesa okkur til og langa að vita meira í dag en í gær.

Þegar spjalli okkar um fagið sleppti barst talið að launum, er það ekki raunalegt? Og þessi mæti maður sagði mér býsna hróðugur að hann fengi alltaf umyrðalaust borgaðan reikning hjá tilteknu fyrirtæki, borgað hratt og vel. Svo sagði hann mér að hann sendi verktakareikning fyrir heilum Gullhring upp á kr. 15.000. Ég rukka sama fyrirtæki um 28.000 fyrir sama tíma og fæ líka borgað án vífillengja í sömu viku.

Hann skammtar sér sem sagt vel innan við 1.000 kr. á tímann hvernig sem ég reikna - nema hann stingi undan skatti og launatengdum gjöldum. Hver tapar, hver græðir?

Svo fór ég inn í verslun með leðurfatnað og festist við afhvítan leðurjakka sem ég geri ráð fyrir að festa kaup á í næstu viku þegar hann kemur í minni stærð. Gott að ég þarf ekki að vinna fyrir honum nema í tvo daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband