Sunnudagur, 17. júní 2007
Das Leben der Anderen
Þýska myndin Líf annarra er áhrifarík. Það sem er kannski mest sláandi er að hún gerist svo nálægt okkur í tíma en fjallar samt um hluti sem manni finnast fjarstæðukenndir og fjarlægir. Ég taldi mig reikna rétt að hún byrjaði 1979 en í lýsingu stendur 1984.
Ég veit varla hver ég á að segja að sé aðalpersónan en hallast helst að Gerd Wiesler sem tekur gríðarlegum breytingum í myndinni, breytist frá því að vera pólitískur já-hundur, víkur af einstiginu og uppsker ... eins og Stasi hefur sáð til. Georg Dreyman spilar auðvitað líka mikla rullu sem leikskáldið sem Gerd fylgist svo grannt með og tekur afdrifaríkum breytingum.
Svo féll múrinn 1989 og ekki voru allir á því að það hefði orðið öllum til góðs.
Við þökkuðum fyrir að það var ekkert hlé á sýningunni, hlé eru heldur til óþurftar og skemma (stundum) flæði í sýningum.
Svo var hún miklu fyndnari en gamanmyndin Bless, Lenín. Allur salurinn tók andköf af gleði á köflum. Ég mæli með myndinni ... eða var það annars komið fram?
Es. Ég hló mikið að öðrum Honecker-brandaranum.
Athugasemdir
Þessi mynd er efst á listanum hjá mér, á eftir að sjá hana.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 18.6.2007 kl. 07:29
Psst, það er allt í lagi að sjá hana í sjónvarpi ef allt um þrýtur, hún er meiri saga en mynd. En það er bannað að missa alveg af henni!
Berglind Steinsdóttir, 18.6.2007 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.