Landmannalaugar í slyddu

Maður leggur af stað í sólskini og endar daginn í sólskini. Í milli er maður í Landmannalaugum í snjókomu. Svona er Ísland. Og núna er komið vel yfir miðnætti, glaðir Svisslendingar lagstir til hvílu og ég get ekki hætt að horfa á bleik vindskafin nepjuský á vesturhimninum.

Það er ekki lítið, lánið yfir manni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vindskafin netjuský heitir þetta víst. Eða altocumulus lenticularis ef það á að slá um sig.  Svona er að reyna að hlusta í roki. Kv. Ingvi

Ingvi (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 09:15

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sammála Berglind. Það er með ólíkindum hvað náttúran getur fyllt mann mikilli orku.

Steingerður Steinarsdóttir, 28.6.2007 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband