Hið fullkomna atvinnuóöryggi lausráðinna leiðsögumanna

Á mánudaginn var hringt í mig frá ferðaþjónustufyrirtæki sem vildi ráða mig í vinnu á laugardaginn. Ég sagði (eftir hina hefðbundnu kynningu erindis og svona): Við náum ekki saman um kaup, ég set upp 3.500 kr. á tímann sem verktaki. Ég kaupi það, var sagt á hinum endanum, ég er fegin að geta tryggt mér þig. Og með okkur tókust samningar.

Ég hef áður unnið fyrir þetta fyrirtæki og það var tregt til að borga taxtann minn.

Í dag var síðan hringt og ég afboðuð með þeim orðum að bókanir hefðu orðið minni en reiknað var með. Viðkomandi var fyrir mína hönd ógurlega ánægð með að ég slyppi við þetta ferðalag.

Þetta gera ferðaþjónustufyrirtæki, tryggja sér leiðsögumenn vissa stóra daga og segja síðan upp dögum með þeim stutta fyrirvara sem kjarasamningar leiðsögumanna leyfa.

Ég get eiðsvarið að mér var ekki hafnað vegna þess að ég væri slakur leiðsögumaður, heldur af því að ég geri launakröfur sem eru eðlilegar en margir leiðsögumenn skirrast við að gera vegna þess að þeim FINNST SVO GAMAN AÐ FERÐAST OG FÁ MEIRA AÐ SEGJA BORGAÐ FYRIR ÞAÐ. Meðan leiðsögumenn bukka sig í auðmýkt fyrir að fá yfirleitt borgað fyrir að vinna höldum við áfram að skrapa botninn. Þessir hobbíleiðsögumenn gera sér heldur ekki grein fyrir að menn reyna að lifa af tekjum sínum.

Ég hef ábyggilega margar reglur en þær tvær sem ég vil taka fram hér og nú eru að ég legg mig alltaf 100% fram og ég hef aldrei tvíbókað daga til þess að hafa eitthvað í bakhöndinni ef ég missi daga. Þegar ég hef tekið eitthvað að mér stend ég við það. Það gerði þetta fyrirtæki ekki. Það vildi bara tryggja sér mig - þrátt fyrir taxtann - ef til kæmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Skítafyrirtæki.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.6.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband