Sunnudagur, 1. júlí 2007
Sólbrunnin á tungunni
Það eru litlar ýkjur að segja að ég hafi sólbrunnið á tungunni í Stykkishólmi þessa helgina. Þó má með engu móti segja að ég hafi haft orðið meira en aðrir, eiginlega komst ég varla að.
Við Ólöf, Laufey og Margrét brunuðum á Volvo Laufeyjar í Stykkishólm í gær til að taka hús á Marín, Steingrími, Guðrúnu, Ingólfi og Hrafnhildi Jónu í sumarbústað.
Leynigesturinn í gærkvöldi var Einar hinn helgari Helgi - og undrunarefni helgarinnar var að einmitt hann hélt fyrir okkur vöku. Téhhéhé, það kemur honum á óvart að lesa þetta og ég fullvissa hann um að þetta er ekki illa meint.
Téhéhéhé.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.