Helgarrapport

Sól sól skín á mig ... það þarf ekkert að hvetja þessa dagana og þá liggur heldur betur vel á minni. Ég eyddi helginni í Stykkishólmi við grill (og m.a. gráðaostasósu úr frysti sem var fyrrum gefin af góðum hug) og skrafl og miklar rökræður um heima og geima. Reyndar var skraflið ekki svo skemmtilegt (þrátt fyrir fiskaþemað sem óvænt kom upp) því að Steingrímur og Einar ruddu sig svo, m.a. með því að hreinsa bríkina í fyrstu umferð. Og þá braust fram í þeim oflætið, tééééé.

Marín við eldhúsverkin Hér má sjá Marín sýsla við salatgerð. Hún var húshaldari í þessum bústað.

Margrét Snorradóttir og Hrafnhildur Steingrímsdóttir

 

Og hér er verið að dansa Makarenu af miklum móð. Ingólfur Hersir fylgist með. Potturinn var aldrei langt undan.Laufey Barðstrendingur

 

Laufey kynnir fyrir okkur eitthvert galdraverk sem hún keypti í New York í fyrrahaust.Óløf Jóns og Guðrún Steingríms

 

 

 

 

Hraðinn var svo mikill að ég náði ekki framhliðinni á fraukunum.

 

 

Marín kveður Það var ekki að sjá að Marín þætti leiðinlegt að sjá á bak gestum sínum ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Frábært að sjá hvernig þið stöllur haldið alltaf saman. Hverjum skyldi hafa dottið það í hug þegar við komum inn í 80 manna bekkinn á fyrsta ári. Hvernig er það annars, á Laufey börn líka eða er það bara Marín?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.7.2007 kl. 21:20

2 identicon

Marín eitt til þrjú, þar af stúlkuna í gula bolnum hana Hrafnhildi og Laufey tvö, þar af stúlkuna í bleika bolnum hana Margréti.  En þær skilja mig alltaf eftir þegar baka á vöfflur eða skrabbla, enda var ég aldrei í 80 manna hóp á fyrsta ári.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 10:01

3 identicon

Já, takk fyrir samveruna um helgina!  Þokkalega ömurleg samkoma eða hitt þó heldur! Stína! Þú kemur næst með, ikke?!  Háskólavinkonur eru sem sagt ekki ofmetinn félagsskapur eins og menntaskólavinkonurnar!

Laufið (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 15:27

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Berglind, varstu ekki með okkur á fyrsta ári? En þú varst alltaf með okkur í tímum, er það ekki? Kannski varstu bara svo nauðsynlegur hluti af hópnum að ég bara setti þig inn í minnið sem slíka. Takk fyrir upplýsingarnar. Laufey, ég kem pottþétt með  næst...ja, næst þegar ég er á landinu. Annars get ég alveg leigt sumarhús hér og þið komið bara allar í heimsókn. En leyfðu nú endilega Berglindi að vera með þegar á að baka vöfflur. En ekki samt þegar á að skrabbla. Ég er viss um að hún svindlar.

Verð að bæta við þetta að það hefur enginn breyst á þeim þrettán árum eða svo síðan við fengum BA prófin okkar. Ekki miðað við þessar myndir sem ég sé af ykkur. Var búin að sjá að Berglind er sú sama en sé núna að Laufey og Marín eru ekkert breyttar heldur. Mikið rosalega halda íslenskufræðingar sér vel. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.7.2007 kl. 16:43

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hey, Stína, þú ert farin að slá saman mér og svarinu frá Habbý (sem þekkir þig frá Akureyri). Ég var sko með á fyrsta ári í íslenskunni, í 80 manna hópnum, og ég held að flissið (ferðahópurinn við (ég, Marín, Laufey, Habbý, Ólöf og Ásgerður (jafnvel Unnur)) hljóti að setja stefnuna á Kanada núna. Flissið fór til New York í september og við vorum eitthvað byrjaðar að spá í Frakkland - huhh, Vancouver er málið!

Svo svindla ég sko ekki í skrafli, þvert á móti er ég frekar ferleg með að velja lággjaldaorð sem mér þykja skemmtileg (eins og étinrexa!).

Eru komin 13 ár ...?

Berglind Steinsdóttir, 4.7.2007 kl. 18:51

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Je minn góður. Ég get ekki einu sinni lesið. Hversu vitlaus þarf maður að vera til að rugla saman Berglind og Hrafnhildur. Það er reyndar i,n,d,r,l í báðum nöfn en fyrr má nú vera. En þið eruð að sjálfsögðu allar velkomnar til Kanada. Það yrði reyndar býsna þröngt um sex til sjö gesti í tveggja herbergja íbúðinni minni en hey, þröngt mega sáttir sitja, ekki satt.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.7.2007 kl. 19:35

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Eða við leigjum heilt hús eins og mér sýndist þú stinga upp á. Lofarðu dýrindisveðri, sól og 25-35 stiga hita?

Berglind Steinsdóttir, 4.7.2007 kl. 21:05

8 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Já, ef þið komið í júlí eða ágúst. ég er nýbúin að læra að júnímánuði er ekki treystandi.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.7.2007 kl. 18:39

9 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Flissið er farið að athuga með flug til Seattle síðsumars 2008 ...

Berglind Steinsdóttir, 7.7.2007 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband