Flugvöllurinn á Ísafirði leikvöllur fyrir jaðarsport?

Há fjöll og djúpir dalir henta engan veginn fyrir þunga flugumferð þannig að spakir menn í nærumhverfi mínu komust að þeirri niðurstöðu í dag að flugvöllurinn á Ísafirði væri þénugur fyrir jaðarsport eingöngu. Þingeyri væri hins vegar nógu víð til að geta tekið við millilandaflugvélum.

Og þá finnst mér gaman. Ég er nefnilega hlynnt millilandaflugi í alla landsfjórðunga. Ég vil millilandaflugvöll á Þingeyri, Akureyri og Egilsstaði. Þá er hægt að flytja inn og út beint úr fjórðungunum, bæði vörur og fólk. Þá hættir suðvesturhornið að vera miðstöð allrar ferðaþjónustu og fleiri ferðamenn eru líklegir til að fara um önnur svæði. Vestfirðirnir eru t.d. vannýtt auðlind.

Fjölgun millilandaflugvalla væri forvitnileg stefnumótun í ferðaþjónustu sem og inn- og útflutningi. Sammála?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er góður punktur! I

Ingibjörg (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 09:17

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Fullkomlega sammála.

Steingerður Steinarsdóttir, 5.7.2007 kl. 10:53

3 identicon

Fjölgun millilandaflugvalla væri ákvörðun sem eingöngu mætti réttlæta með vísun í byggðastefnu og þætti mörgum ansi dýrt valhopp. Mjög góður punktur EF gengið er út frá því að peningar ríkisvaldsins (okkar) séu óþrjótandi, sem þeir eru ekki. Þó reiknað yrði dagana langa þá held ég að útkoman yrði seint sú að millilandaflugvöllur á Þingeyri geti borið arð. Það er millilandaflugvöllur á Egilstöðum og Akureyri getur tekið á móti einhverjum rellum þannig að það þarf ekki að blása í neina herlúðra þeirra vegna.

Fjölgun millilandaflugvalla yrði ákaflega kostnaðarsöm stefnumótun í ferðaþjónustu, sem og inn- og útflutningi. Aðrir kostir til að efla samgöngur/aðgengi að svæðum eru klárlega arðsamari fyrir fjórðungana, bæði ef talið er í tíma og peningum. Sammála?

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 11:28

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég er ekki sannfærð um að arðsemin yrði ekki næg - og þá næg miðað við hvað? Er gróði af því að malbika götur fyrir alla bílana? Myndi ekki útflutningur fersks fisks aukast af Vestfjörðunum ef hægt væri að fljúga með hann beint á markað? Hver græðir eða græðir ekki? Og stendur innanlandsflugið kannski undir sér?

Ég er sem sagt ekki sannfærð um að þetta sé ekki hagur margra - en væri eitthvað til bóta að flytja hugmynd mína um millilandaflugvöll á Mýrarnar sem eru meira miðsvæðis en Þingeyri (fyrir Vesturland)? Hmmm?

Berglind Steinsdóttir, 7.7.2007 kl. 14:58

5 identicon

Millilandaflugvöllur einn og sér gerir ekki mikið og skítt með arðsemina af honum per se ef við viljum hafa það þannig. En til að af honum sé gagn þarf einhver að vilja fljúga þangað og þar stendur arðsemishnífurinn í kúnni. Til að flugfélag haldi uppi ferðum til Þingeyrar, Akureyrar eða Egilsstaða þarf að vera til eftirspurn. Egilstaðir voru að toppa sig í millilandafluginu akkúrat áðan og nú fækkar ferðum vegna minni umsvifa í ál/virkjanabransanum. Egilstaðir eru annars mest brúkaðir sem varaskeifa ef Keflavík stendur í björtu báli. Express flýgur tvisvar í viku frá Akureyri og Egilstöðum jún-júl-ág í sumar og í haust verða farnar 2 viku ferðir á sólarströnd í beinu flugi frá Akureyri.

Það er sem sagt mikið í lagt að spandera í millilandaflugvöll ef nýtingin á honum er sama sem ... lítil. Fermetraverð á millilandaflugvelli er ansi hátt og mætti malbika slatta af vegunum sem liggja til Þingeyrar fyrir þá skiptimynt.

Árið 2005 fóru 98% millilandafarþega um Keflavík. Það ár fóru rúmlega 5000 millilandafarþegar um Akureyri og annað eins um Egilstaði. Stór slatti af þeim er hins vegar bara Nonni og Gunna að skreppa til köben eða Kim og Kláus að fara að vinna í Kárahnjúkum. Lítill stefnumótunargróði í því.

 ( http://flugstodir.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=88)

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 16:29

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég er svo dugleg að taka rökum. Þetta er sem sagt eins og að leggja hraðbraut á Raufarhöfn. Eða bora göng í Héðinsfirði.

Fyj.

Berglind Steinsdóttir, 8.7.2007 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband