Þjónustuleysi strætó

Ég fer flestra minna ferða gangandi eða hjólandi en myndi vilja eiga val um strætó. Í dag talaði ég við Þjóðverja sem sagði farir sínar ekki sléttar. Hún gistir á Cabin í Borgartúninu og ætlaði í morgun að fá far með strætó þaðan og út í Öskju á háskólasvæðinu. Strætó kom ekki á uppgefnum tíma. Í gær reyndi hún líka að taka strætó á allt öðrum tíma. Gekk ekki heldur.

Í gær fór hún fótgangandi og í morgun tók hún leigubíl. Hún virðist ágætlega gefin og er vön strætóum heiman frá sér - en þetta gekk bara ekki.

Er þetta þjónustan sem Strætó bs./hf./ehf./fj. ætlar að bjóða notendum upp á, að ekki sé hægt að taka strætó milli hverfa í eitt eða fá skipti? Er ætlast til þess að menn skipuleggi strætóferðir sínar fyrir heilt ár og helst að heiman?

Ég vildi að ég væri áhugasamari um að kynna mér leiðirnar og tímasetningarnar en það þarf mikinn áhuga til að setja sig inn í þetta.

Ég bíð spennt eftir nafngiftum strætóstoppistöðvanna og nýjum leiðabókum. Þá kannski verður þetta raunhæft val.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef óbeit á strætókerfi höfuðborgarsvæðisins, reyndar er rúmt ár síðan ég þurfti að nota mér þjónustu þess en þá varð ég mjög oft vör við að bílstjórarnir víluðu sér ekkert fyrir að vera á undan áætlun og stoppa svo kannski í nokkrar mínútur einhvers staðar á leiðinni til að koma ekki alltof snemma inná Hlemm. Ég er þakklát fyrir að geta gengið í vinnuna núna og að þurfa ekki að reiða mig á strætósamgöngur!

Ég er náttúrulega of góðu vön því mitt almenningssamgangnauppeldi fór fram í kóngsins Køben þar sem  samgöngurnar eru mjög góðar.

Elísabet (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 09:03

2 identicon

Nei nei, suss suss suss. Ég tók strætó með ákaflega góðum árangri í síðustu viku, allt stóð eins og stafur á bók (þó ég hafi aflað upplýsinganna á netinu).

Ég verð að efast um hyggjuvit Þjóðverja sem ræður ekki við að taka leið 12 fyrir utan Cabin sem gengur beinustu leið á Suðurgötu og stoppar þar við Háskóla Íslands. Einfaldara getur það ekki verið. Fer á heilum og hálfum frá Borgartúninu og er kominn einhverjum mínútum seinna yfir í Háskóla.

Þá grunar mig að strætóbílstjórar reyni iðulega sitt besta til að gera sitt besta. Síðan er ákaflega skemmtilegt frá því að segja að það voru einmitt danir sem voru aðalráðgjafar í þessu ágæta strætókerfi sem nú er í borginni. Það skyldu þó ekki vera sömu danir og ráða ríkjum í Köben? 

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 10:34

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég blanda mér ekki frekar í þessa umræðu, *geisp* ...

Berglind Steinsdóttir, 10.7.2007 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband