Og enn er Katla ógosin

Við Sóli og Þorsteinn djöfluðumst á Mýrdalsjökli í dag (Sólheimajökli) og ég hélt að við yrðum að renna á brott í snarhasti með hópana okkar. En það var öðru nær, Katla blessunin lét ekki á sér kræla og lúrði bara á sínu eldfjallseyra.

Ég er annars búin að vera hugsi yfir öllum vegfarendunum sem maður hefur frétt af uppi á Heklu að undanförnu. Grínið er svolítið að ef það byrjar að gjósa þar sem maður er staddur megi maður ekki gleyma að taka mynd til að sanna viðveru sína.

En hvernig er raunverulegur viðbúnaður? Finnst okkur þetta áfram fyndið ef Hekla rifnar í sundur utan um 165 manns eins og örkuðu þarna upp á jónsmessunni?

Ég man eftir öryggisæfingu í Mýrdalnum fyrir ári, en ég var ekki á henni. Ætli þeir sem voru þar og þá muni hvernig þeir eigi að bregðast við ef eitthvað gerist á þeim slóðum? Hekla gefur ekki mikinn fyrirvara hefur manni alltaf skilist, hver er viðbúnaðurinn?

 http://tlacaelel.igeofcu.unam.mx/~GeoD/spreading/iceland/iceland.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Vonandi þurfum við aldrei að komast að því Berglind mín.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.7.2007 kl. 22:29

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Síðast þegar Hekla gaus, þá var sagt frá því í fréttum áður en gosið byrjaði og þá flýttu allir sér til að fara og horfa á herlegheitin.

Það eru ekki margar þjóðir sem fara og horfa á þegar eldfjall er að byrja að gjósa.

Í framhaldinu lendir svo fólkið sem var á heimleið yfir Hellisheiðina og Þrengslin í snarbrjáluðu veðri og margir sátu fastir. Það var víst önnur stærsta björgunaraðgerð á íslandi að bjarga því fólki sem þá sat í bílunum sínum.

Típískir íslendingar :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.7.2007 kl. 22:39

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég man eftir þessu með umferðarþungann og veðurofsann. Hins vegar var nýlega rifjað upp fyrir mér að í kvöldfréttum útvarps hefði verið sagt kl. 18: Hekla mun byrja að gjósa eftir 15 mínútur. Og svo gaus hún kl. 18:17.

Og nú veit ég um slangur af fólki sem hefur gengið á Heklu í flokkum og það er bara grínast með þetta. Hún gýs hvort eð er ekki fyrr en 2009 ...

Berglind Steinsdóttir, 19.7.2007 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband