Dekur í Laugardalslaug

Nú er búið að setja upp sérstakan bás fyrir bara sundkort í Laugardalslauginni. Þeir sem vilja láta hella upp á kaffi fyrir sig eða ætla að fá sér sundgleraugu þurfa áfram að versla við borðið. Ég hélt að þetta hefði verið gert fyrir gestina eða kannski til að koma í veg fyrir að fólk svindli sér inn (sem hlýtur að vera auðvelt) en systir mín sagðist í dag hafa spurst fyrir og henni verið sagt að þetta væri fyrir starfsfólkið sem trampar um á hörðu gólfi alla daga og þarna gæti það hvílt fæturna.

Sama hvaðan gott kemur, ég er ánægð með þetta. Ég hef nefnilega ekki tölu á hversu oft ég hef þurft að standa í röð til þess eins að láta gata kortið mitt. Og aldrei haft hugmyndaflug til að fara bara inn og láta gata tvö næst ...

Næsta skref hlýtur að vera að láta útbúa kort sem hægt er að kaupa inneign á og þá getur maður bara rennt kortinu sínu í gegnum rauf í hliðinu til að komast inn. Það heitir sjálfsafgreiðsla og af henni er ég hrifin. Enginn veit það betur en Unnur Mjöll, svo oft töluðum við um þjónustu í gamla daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég var hálfnuð með að lesa færsluna þína þegar ég ætlaði að fara að stinga upp á sjálfsafgreiðslu korthafa en sá svo að þú stakkst einmitt upp á því í lok færslunnar (ég tala um þetta eins og þú hafir skrifað heila tímaritsgrein). En í staðinn lýsi ég bara yfir stuðningi við hugmynd þína, þótt ég fari aldrei í sund í Laugardalslauginni, ekki einu sinni þegar ég er á landinu.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.7.2007 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband