Atgervisflótti í ferðaþjónustunni

Rétt eftir hádegið rakst ég á einn af uppáhaldsrútubílstjórunum mínum og við féllumst í faðma eins og vera ber. Hann var eitthvað svo illa haldinn að ég spurði hvort hann hefði ekki fengið að borða (sjálf var ég að koma af nýja fiskistaðnum). Þá reyndist hann hvorki hafa fengið mat né matartíma frá störfum í dag og í gær. Þar að auki er hann búinn að ákveða að hætta að keyra rútur vegna launanna. Hann átti að hækka um síðustu mánaðamót - og hann hækkaði um 11 kr. á tímann. Hann er enn ekki kominn í 900 kr. á tímann í dagvinnu og þess vegna leggur hann nú á flótta í annað starf. 900 kr. x 170 tímar = 153.000 á mánuði fyrir að bera daglega ábyrgð á allt að 70 mannslífum á ferð.

Mér skilst að Dómínós borgi fólki 1.400 kr. fyrir að svara í símann og taka niður pítsupantanir. Hrekur það einhver? Það eru þá tæpar 250 þúsund á mánuði fyrir dagvinnuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Mér finnst flott ef laun bílstjóra séu þó að ná 900 kr á tíman sem er samt skammalega lágt.  Þegar ég hætti að keyra fyrir ári síðan þá var launataxtinn 787kr á tíman miðað við 12 ára taxta.  Ég hætti því þetta er ekki mönnum bjóðandi og skil ég vel þá bílstjóra sem nenna þessu ekki.  Laun bílstjóra eiga ekki að vera undir 1000kr á tíman því öll sú ábyrgð sem fylgir þessu starfi.

Þórður Ingi Bjarnason, 24.7.2007 kl. 07:27

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þórður, 1.000 kr. er EKKI NÓG. Það þýðir samt bara 170.000 á mánuði. Ég þekki mann sem tínir saman ávexti á lager fyrir þann pening og þótt ég geri ekki lítið úr ávöxtum er heldur meiri ábyrgð fólgin í því að koma fólki hættulaust á milli staða.

Reyndar sagði mér afleysingabílstjóri í síðustu viku að hann fengi 2.000 á tímann af því að hann sætti sig ekki við minna. Hann er með þannig kaup í venjulegu vinnunni. Þá sagðist annar bílstjóri efast um að vörslusköttum væri skilað af honum.

Ég held að bílstjórar fái einhverja umbun einhvers staðar, annars væru þó ekki þetta margir hæfir bílstjórar að störfum. En hvað er það? Gleðin yfir að umgangast útlendinga??? Maturinn á Geysi og kökurnar í Eden???? Þetta er mér eilíf ráðgáta.

Berglind Steinsdóttir, 24.7.2007 kl. 07:36

3 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þetta er rétt hjá þér Berglind að 1000 kr er ekki nóg en þar sem launinn rétt ná 800kr á tíman núna væri 1000 strax betra.  En lágmargkslaun ættu að vera 200000 á mánuði fyrir þetta starf þar sem mikil ábyrgð fylgir þessu starfi.

Þórður Ingi Bjarnason, 24.7.2007 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband