Nú þykja mér nautin rekin (í ferðaþjónustunni)

Auðvitað veit ég að hingað kemur fjöldi útlenskra fararstjóra með hópunum og tekur að sér leiðsögn um landið. Ég veit um bílstjóra sem hafa verið eins og útspýtt hundsskinn við að vinna vinnuna fyrir fararstjórana vegna þess að þeir (bílstjórarnir) tala ensku og eru reyndir í starfi. Sumir erlendu fararstjórarnir verða síðan svekktir þegar þeir lenda ári síðar með bílstjóra sem talar kannski ekki eins góða ensku og getur ekki greitt götu þeirra.

En mig grunaði ekki að þetta væri eins mikið og Stefán sagði í viðtalinu við RÚV í gær, og ég vissi ekki heldur að fararstjórunum væri sagt að segjast vera akandi gestir. Reyndar botna ég ekki almennilega í þessu með meira- og/eða rútuprófið, ég hélt að menn þyrftu svoleiðis til að keyra vissa stærð af ökutækjum.

Skyldu Erna Hauks og Magnús Odds vita af þessu?

Var ekki svo einmitt frétt í dag um aukinn fjölda útlendinga sem er farinn að keyra of hratt og fara illa á mölinni. Hmm, gæti verið samhengi í þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þetta með erlenda bílstjóra er mikið vandamál.  það sem þekir nýta sér er að í venjulegu bílprófi þá má keyra bíl að 12 farþega án gjaldtöku.  Þessir bílstjórar eru margir með bílaleigu bíla og ef þeir eru spurðir þá eru þeir á ferðalagi með vinum.  Ég sá eitt sinn erlendan leiðsögumann sem ég hafði oft keyrt með og vissi að hann væri ekki með rútupróf,  svo lendir hann í því að missa bílprófið fyrir ölfunarakstur hann sagði mér frá því að hann væri próflaus.  Viku seinna sá ég hann að 12 manna rútu með ferðamenn.  þegar ég fór að tala við hann sagði hann mér að hann hafi tekið rútuprófið í leiðsögumannaskólanum.  Ég hafði samband vi lögregluna á selfossi og létt vita af honum.  Lögreglan vildi nú ekkert gera og sagði að það væri greinilegt að ég hafði eitthvað á móti honum og þetta væri ekkert annað en útlendingahatur.  þeim fannst ekkert athugavert við að hann væri á 12 manna rútu þrátt fyrir að hafa ekki tekið rútupróf og vera próflaus.  Það er mjög mikið af svona bílstjórum í umferð.

Þórður Ingi Bjarnason, 25.7.2007 kl. 22:47

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég er með meirapróf en ekki rútupróf - má ég hafa 12 farþega og taka gjald?

Ég spurðist fyrir í fyrra hjá sýslumanni og þar var mér sagt að ég mætti það. Síðan hef ég fengið blendin skilaboð annars staðar og hef ekki þorað að fara út í svoleiðis atvinnu.

En af sögunni þinni sýnist mér sem lögreglunni sé, a.m.k. sums staðar, alveg sama hvort maður hefur réttindin og færnina. Ég ætti kannski að taka slaginn ...

Berglind Steinsdóttir, 26.7.2007 kl. 08:08

3 identicon

Eru þessir leiðsögumenn/bílstjórar að keyra íslenskar eða "útlenskar" rútur??

Það getur ekki verið mikið mál að athuga það þegar rúturnar koma til landsins með Norrænu hvort bílstjórinn sé með meirapróf eða ekki. Ef um íslenskar rútur er að ræða af hverju er ekki tékkað á þessu þegar rúturnar eru afhentar?? Það hlýtur einhver að láta þessa bílstjóra/leiðsögumenn fá þessa bíla.

Þegar ég leigi bíl erlendis þá þarf ég að sýna ökuskírteini og kredit kort áður en ég fæ bílinn afhentan. Maður ætti kannski bara að fara að leigja rútur - það þarf greinilega ekki að sýna nokkurn skapaðan hlut til að fá þær.

Marý Björk (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 17:08

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Er það ekki bara skortur á vilja/áhuga/tíma/peningum yfirvalda til að fylgjast með?

Berglind Steinsdóttir, 26.7.2007 kl. 20:23

5 identicon

Það getur svo sem verið en það eru ekki yfirvöld sem reka fyrirtæki með rútur og stóra bíla til leigu. Mér finnst skrítið að þau fyrirtæki skuli ekki passa það að bílstjórarnir séu með ökuréttindin í lagi - bara út af trygginginum og annað.

Marý Björk (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 11:56

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég tek undir með þér, Marý, en hef bara engin svör.

Berglind Steinsdóttir, 27.7.2007 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband