Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
Svo er að heyra sem blaðamenn þurfi ekki að horfalla
Ef eitthvað er að marka upptalninguna sem ég heyrði í útvarpinu áðan var Sigurjón M. Egilsson ritstjóri með vel á þriðju milljón í laun til jafnaðar á mánuði á síðasta ári. Megi hann vel njóta. Við sátum hins vegar fjórar spekúlöntur á mánudagskvöldið og krufðum heiminn og þegna hans og ég held endilega að einhver hafi vitað eitthvað um bág kjör blaðamanna.
Kannski var það bara ranghugmynd mín.
Maður ætti að óska Hreiðari Má til hamingju með að standa undir rekstri heils menntaskóla, það er vel í lagt. Og í dag var mér bent á hið augljósa sem mér yfirsást samt, nefnilega það að 400 milljónirnar eru ekki skattur af launatekjum heldur áreiðanlega ekki síst hlutabréfum sem eru með 10% fjármagnstekjuskatt. Mikið óskaplega hlýtur maðurinn að vera bankanum mikils virði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.