FIT

Þar sem ég átti sjálf aldrei ávísanahefti verð ég að rifja upp reynslusögu úr fjölskyldunni. Systir mín sem er ógurlega grandvör og nákvæm gaf einu sinni í ógáti út of háa ávísun miðað við stöðuna á reikningnum. Hún átti kannski 9.000 en skrifaði 10.000. Henni var gert að greiða dráttarvexti af upphæðinni í heilan mánuð.

Mér fannst illa farið með hana.

Ef menn geta núna farið yfir á rafrænum debetkortum finnst mér að bankarnir eigi að taka til hjá sér. Ef menn þurfa að skulda eiga þeir að fá yfirdráttarheimild, ekki fara óvart yfir.

Þetta vekst upp fyrir mér vegna umræðu um breytingar á þessum kostnaði, ég finn bara ekkert um það á mbl eða vísi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband