Jákvæð stroka (eins og góðkunningja mín notar fyrir hugtakið hrós)

Verst að viðkomandi bensínstarfsmaður mun ekki lesa þetta.

Ég fékk sem sagt lánaðan jeppa í dag. Í greiðaskyni fannst mér sjálfsagt að kaupa bensín og fór á bensínstöðina í Ártúnsholti sem lá beinast við. Þá sá ég að eitt dekkið var ekki vel loftfyllt og sneri mér að starfsmanni sem reyndist hinn liprasti, mældi og dældi.

Í nærumhverfi mínu heitir þetta að taka ljóskuna á málið (en þess var ekki þörf þar sem ég virkilega skildi ekki tölurnar (26 - 13 - 32 eða eitthvað) og hann var einfaldlega lipur starfsmaður).

Svo varð jeppinn rafmagnslaus ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Skemmtilegt hvernig þú leikur þér með orðin.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.8.2007 kl. 23:04

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þaulæft ...

Berglind Steinsdóttir, 10.8.2007 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband