Óreimt á Kili

Ferðaþjónar biðja mig ekki að fara inn á Hveravelli fyrir sig þannig að ég sá mína sæng útbreidda og fór þangað sjálf á órafmagnaða lánsjeppanum. Og nú er ég hálfnuð með hálfhring á Íslandi, komin í Skagafjörð yfir Kjöl, og hiss ferðarinnar eru nokkur. Umferð var sáralítil í gær, fimmtudag, svo lítil að ég hefði næstum getað orðið úti í einrúmi. Fátt var um manninn á Hveravöllum, ekki of fátt en mun færra en ég hefði búist við þegar maður heyrir í sífellu að ferðamenn nálgist 500.000 á ársgrundvelli. Ekki er þá heldur að sjá í stórum stíl í Skagafirði.

Fyrir mjög mörgum árum fór ég Kjöl og Sprengisand nokkrum sinnum og í minningunni var svo miklu meira að sjá á Kili. Nú fann ég þar aðallega gott veður og þokkalegt skyggni - og svo náttúrlega Hveravelli. Beinhóll er 7 km út fyrir veginn og vegurinn þangað hrein hörmung. Og ekki er Kjalvegur beint vænn við menn og málleysingja. Ég fór að hugsa um alla hvataferðahópana mína sem emja yfir að þurfa að sitja í jeppa í tvo tíma frá Langjökli og í bæinn. Þeim væri ekki skemmt á Kili þótt mér hafi líkað kyrrðin og „Palli-var-einn-í-heiminum“-tilfinningin. Ég stoppaði bílinn þar sem mér sýndist þegar mér sýndist, lygndi augunum og horfði með eyrunum.

Það var eitt hlið vegna sauðfjárveiki, þarf ekki að loka beggja vegna við eitthvert hættusvæði, hehhe?

Blöndulón var blárra en Bláa lónið þessi dægrin.

Nú er ég, suðvesturhornsleiðsögumaðurinn, búin að koma rækilega upp um mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband