Laugardagur, 11. ágúst 2007
Fælingaráhrif fréttaflutnings
Mér hafði dottið í hug að fara á Fiskidaginn mikla sem svo mjög er rómaður á Dalvík. Þegar hins vegar stríðar fréttir berast af margmenninu fallast mér hendur og bíllinn sjálflæsist og fælist með manni og mús. Kæmist einn bíll til viðbótar inn í bæinn eða á maður að leggja við Árskógsströnd og labba þaðan? Fengi maður gistingu?
Þetta er eins og þegar metsölubækur seljast út á það helst að vera metsölubækur.
Nei annars, það er ekki alveg sambærilegt, ég veit það. Fiskidagurinn er búinn að sanna sig.
Athugasemdir
Mamma og pabbi voru að koma heim alveg í skýjunum. Þau hafa farið á hverju ári enda ekki langt að skutlast frá Akureyri, en nú fóru þau í fyrsta sinn með sinn fína húsbíl og gistu alla helgina (síðan á fimmtudag eða eitthvað). Þau sögðu að bærinn hafi verið hreint dásamlegur og allir bæjarbúar stóðu saman sem einn aðg era þess hátíð magnaða. Þú hefðir átt að koma við. Sjálf mun ég fara á margar hátíðir áður en ég fer á fiskidag enda með ofnæmi fyrir fiski.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 12.8.2007 kl. 19:00
Já, ég er líka alveg viss um að þetta er einstaklega æðislegt ef maður kemur a.m.k. deginum áður. Ég bjó nú einu sinni á Dalvík (í þrjár vikur) og veit að Dalvík er ekkert slor, hehhe.
Berglind Steinsdóttir, 12.8.2007 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.