Habbý var heima með alla fjölskylduna - í myndum

Habbý með Eldeyju, Kötlu og Heklu Það kom á daginn í Þverárdal að kind hafði kúkað á veröndina. Við erum enn að undra okkur á að kindin hafi spásserað upp tröppurnar, skilið eftir sig ... ummerkin og prílað aftur niður.

Hrafn nuddar axlirnar á Habbý

 

Í stofu Mælifellsár. Svona skilst mér að kvöldunum sé eytt við gamansögur og axlanudd.Gerður Það hrakti ekki Gerður ...

 

 

 

 

 

 

Jörgen

 

 

 

... og ekki heldur Jörgen.

 

 

 

 

En sérstakt áhugamál mitt er að fá kindur til að líta upp úr grasbítinu - og það tókst, sjá:

Meeee


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og ég blóta Sævari enn fyrir hálfvitaskapinn, svei honum.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 20:38

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ljótu hálfvitarnir spila og syngja á Klambratúni á menningardag - ef það er eitthvað að marka síðuna þeirra (en það hefur ekki alltaf verið ...). Og tóm leiðindi að 1. september þegar við vorum með stór áform um ferðir þeirra eru þeir sjálfir með eigin áform um Reykjanesbæ (en það er ekki alltaf að marka auglýsingar ...).

Berglind Steinsdóttir, 12.8.2007 kl. 23:04

3 identicon

Ha? Er verið að tala um mig? Blóta mér fyrir hvað?

Sævar Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 12:16

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Sævar, það er sko bara Habbý sem var að því. Sjálf ætla ég að forgangsraða svo á laugardaginn að ég vonast innilega eftir norðurljósum svo að ég sjái þau flækjast í hárinu á þér.

Berglind Steinsdóttir, 16.8.2007 kl. 13:51

5 identicon

Gott að heyra ... en mér þykir leitt að þurfa að tilkynna þér að hálfvitar spila án mín á laugardaginn þar sem ég er staddur í Flensburg í Þýskalandi. Það slær heilmikið á norðurljósahættuna ... og svei mér ef þeir eru ekki bara bæði ljótari og hálfvitalegri fyrir vikið. :)

Vona að þeir lesi þetta líka.

Sævar Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 12:55

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég er uggandi ...

Berglind Steinsdóttir, 17.8.2007 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband