Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
Tveggja-tinda-ganga gærdagsins lukkaðist
Aðalatriði göngunnar í gær:
10 manns komust saman upp á bæði Sandfell og Geitfell við Þrengslaafleggjara í gær.
Ég hruflaði mig á sköflungnum og mér blæddi eins og ég hefði verið í Kabúl nýlega.
Við fundum berin sem Vigdís hafði ekki klárað um helgina.
Dejan tíndi 169 ber í 40 lítra poka.
Hljóðið í bíl Eiríks var sérkennilegt á bakaleiðinni.
Ragnar, Dejan, Guðný, Erna, Þorbjörg, Sigurlín, Viggó, Eiríkur (Álfhildur í hvarfi).
Jafnvel mosinn veðrast.
Ölfusárbrúin sást vel, og Vestmannaeyjar sáust um tíma.
Það var eins og ég hefði verið leidd til slátrunar á legg.
Eiríkur var óvenjulega vel búinn í þessari fjallgöngu.
Við höldum að hér sé misgengi í Geitfelli.
Þessi hrúga markar upphafið að berjaáhuga Dejans. Nú má búast við að hann komi með bláberjapæ í næstu fjallgöngur.
Athugasemdir
Vona að hnéð jafni sig. Þetta er til marks um hörku og ósérhlífni íslenskra kvenna. Áfram stelpur!
Steingerður Steinarsdóttir, 15.8.2007 kl. 11:19
Úps þetta átti að vera sköflungur. Þetta var eitthvað svo hnéleg mynd.
Steingerður Steinarsdóttir, 15.8.2007 kl. 11:20
Hva, skráman er svo nálægt hnénu að það dugir vel, hehe.
Berglind Steinsdóttir, 15.8.2007 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.