Tveggja-tinda-ganga gærdagsins lukkaðist

Aðalatriði göngunnar í gær:

10 manns komust saman upp á bæði Sandfell og Geitfell við Þrengslaafleggjara í gær.

Ég hruflaði mig á sköflungnum og mér blæddi eins og ég hefði verið í Kabúl nýlega.

Við fundum berin sem Vigdís hafði ekki klárað um helgina.

Dejan tíndi 169 ber í 40 lítra poka.

Hljóðið í bíl Eiríks var sérkennilegt á bakaleiðinni.

Fyrir uppgöngu

Ragnar, Dejan, Guðný, Erna, Þorbjörg, Sigurlín, Viggó, Eiríkur (Álfhildur í hvarfi).

Mosateppi

Jafnvel mosinn veðrast.

Hvar verður álverið í Þorlákshöfn?

Ölfusárbrúin sást vel, og Vestmannaeyjar sáust um tíma.

Blóðgunin

Það var eins og ég hefði verið leidd til slátrunar á legg.Það er ekki karlmannlegt að renna upp í háls

Eiríkur var óvenjulega vel búinn í þessari fjallgöngu.

Misgengið

Við höldum að hér sé misgengi í Geitfelli.

Bláber Dejans

Þessi hrúga markar upphafið að berjaáhuga Dejans. Nú má búast við að hann komi með bláberjapæ í næstu fjallgöngur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Vona að hnéð jafni sig. Þetta er til marks um hörku og ósérhlífni íslenskra kvenna. Áfram stelpur!

Steingerður Steinarsdóttir, 15.8.2007 kl. 11:19

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Úps þetta átti að vera sköflungur. Þetta var eitthvað svo hnéleg mynd.

Steingerður Steinarsdóttir, 15.8.2007 kl. 11:20

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hva, skráman er svo nálægt hnénu að það dugir vel, hehe.

Berglind Steinsdóttir, 15.8.2007 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband