Á strengina mína spila ég harðsperrur

5105

Ég var að vona að þetta væri skýrasta myndin af mér (í hægra horninu, nr. 5105) en tveimur myndum aftar er ég sóló. Þar njóta sín mínar verstu hliðar þannig að ég ætla að hanga á minningunni um að hafa rolast 10 km til enda þótt óglæstir hafi verið. Ég man að ég var að hugsa um að blikka ljósmyndarann, slík var kokhreysti mín á þeirri stundu.

Ég gat varla gengið niður stiga í dag. Kannski ég prófi að æfa mig á næsta ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegur titill. Minnir á tímana hjá Nirði.

Marín Hrafnsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 08:20

2 identicon

Tíhí! Ég er búin að kíkja á myndina! ... skítt með allar harðsperrur, þú ert hetjan mín að hafa hlaupið þessa 10 km.

Ásgerður (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband