Þriðjudagur, 9. október 2007
Það má misskilja Orðið á götunni
Mér verður endrum og eins litið inn á Orðið á götunni. Núna stendur þar þessi málsgrein frá því í gær:
Orðið á götunni er að þótt enn sé eftir að virkja eitt einasta kílóvatt af jarðvarma í útlöndum á vegum Reykjavík Energy Invest sé fyrirtækið búið að gjörnýta alla helstu virkjunarkosti meðal kosningarstjóra.
Ég hélt að aðeins bara eitt kílóvatt væri óvirkjað. Var ekki eðlilegt að ég lenti á þessum villigötum?
Að öðru leyti er Orðið bara í skemmtilegum orðaleik með virkjanir. Og þarna kemur líka fram að Rúnar Hreinsson var þessi kosningastjóri sem ég fann ekki nafnið á um helgina. En HVER er Rúnar Hreinsson?
Athugasemdir
spekilegt, alveg hreint spekilegt... gúúd vork frænka
(mig langar að vera áhugasöm, en ég skil ekki...)
p.s. veit ekki hvort ég á að posta þetta comment eða bara leave it...
p.p.s. þú ert allavega yndisleg, hvernig sem þú lítur á það orð yndisleg, þá líður mér eins og mér finnist þú yndisleg! *gott að hrósa*
svavs, 10.10.2007 kl. 12:18
Kannski þetta sé mynd af Rúnari Hreinssyni, kosningastjóra Björns Inga ... a.m.k. er myndin inni á "réttir" heimasíðu. http://images.google.is/imgres?imgurl=http://www.siv.is/myndir/myndamappa/ime_5880.jpg&imgrefurl=http://www.siv.is/i_mynd/myndir.lasso%3Fid%3D9901&h=375&w=500&sz=45&hl=is&start=1&tbnid=i4Z-nrEkH7pYhM:&tbnh=98&tbnw=130&prev=/images%3Fq%3DR%25C3%25BAnar%2BHreinsson%26gbv%3D2%26svnum%3D10%26hl%3Dis%26sa%3DG
Googlarinn (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 13:42
Jæja, kannski það en ég er engu nær um bakgrunn mannsins, menntun og fyrri störf. Mér finnst líka dálítið undarlegt hvernig nafninu er fleygt inn í umræðuna svona gagnrýnislaust. Er þetta ekki það sem fjölmiðlar eiga að grafa upp? Ég vil miklu heldur vita eitthvað um þetta mál en hvort Britney Spears er orðin 52 kíló eða hvort þrettándi maðurinn telji sig hafa séð Madeleine McCann á strönd í Cannes. Kannski er Rúnar sérfróður um orku??
Berglind Steinsdóttir, 10.10.2007 kl. 16:25
hmmm... já, en af hverju hefur Rúnar ekki stigið fram sjálfur? ... en auðvitað má segja að blaðamenn ættu að grafa svona lagað upp ... ekki bara þeir sem skrifa Orðið á götunni ... en þeir hafa annars ekkert grafið upp um menntun og fyrri störf Rúnars og ekkert er heldur hægt að lesa þar um menntun Hauks Leóssonar, bara fyrri störf hans fyrir sjálfstæðisflokkinn. Orðið hefur þar með sagt meira en aðrir fjölmiðlar um Hauk.
Ásgerður (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.