Misheyrn mömmu vekur kátínu okkar hinna

Þegar Vilhjálmur Þórmundur var spurður í gær í Kastljósinu hvað tæki nú við sagði hann býsna glaðbeittur: Nú hef ég meiri tíma til að spila golf og sinna fjölskyldunni. - Mamma lyftist alveg í sófanum af kæti yfir því að hann ætlaði að nýta tækifærið til að skúra gólf.

Hún þverskallast við að nota lítið tæki í eyrun sem kæmi í veg fyrir ... þessa kátínu hennar. Okkur er í fjölskyldunni líka minnisstætt að þegar hún aðstoðaði bróður minn við afgreiðslustörf í sjoppunni hans kom einu sinni maður og bað um DV og hún fór eins og stormsveipur að leita að réttu battaríi.

Það er ekki ónýtt að eiga svona mömmu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Mér finnst að hann ætti miklu frekar að skúra gólfin heima hjá sér eða jafnvel í Valhöll, ekki veitir af. Að spila golf er fullkomin tímasóun. Mamma þín er snillingur. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 12.10.2007 kl. 17:15

2 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

Ég held að þetta sé sjúkdómur mæðra á misháu stigi.

Það er ekki bara að það skemmti börnunum heldur geta mæður ákveðið hvað þær heyra.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 12.10.2007 kl. 18:30

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jamm, þetta er áreiðanlega hálfvalkvæð heyrn í sumum tilfellum. Við systkinin kætumst líka ógurlega þegar við rifjum upp bókartitilinn Fjandinn hleypur í Gamalíel eftir William Heinesen sem mömmu misminnti að héti Fjandinn hirði Gabríel.

Berglind Steinsdóttir, 13.10.2007 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband