Föstudagur, 12. október 2007
Misheyrn mömmu vekur kátínu okkar hinna
Þegar Vilhjálmur Þórmundur var spurður í gær í Kastljósinu hvað tæki nú við sagði hann býsna glaðbeittur: Nú hef ég meiri tíma til að spila golf og sinna fjölskyldunni. - Mamma lyftist alveg í sófanum af kæti yfir því að hann ætlaði að nýta tækifærið til að skúra gólf.
Hún þverskallast við að nota lítið tæki í eyrun sem kæmi í veg fyrir ... þessa kátínu hennar. Okkur er í fjölskyldunni líka minnisstætt að þegar hún aðstoðaði bróður minn við afgreiðslustörf í sjoppunni hans kom einu sinni maður og bað um DV og hún fór eins og stormsveipur að leita að réttu battaríi.
Það er ekki ónýtt að eiga svona mömmu.
Athugasemdir
Mér finnst að hann ætti miklu frekar að skúra gólfin heima hjá sér eða jafnvel í Valhöll, ekki veitir af. Að spila golf er fullkomin tímasóun. Mamma þín er snillingur. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 12.10.2007 kl. 17:15
Ég held að þetta sé sjúkdómur mæðra á misháu stigi.
Það er ekki bara að það skemmti börnunum heldur geta mæður ákveðið hvað þær heyra.
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 12.10.2007 kl. 18:30
Jamm, þetta er áreiðanlega hálfvalkvæð heyrn í sumum tilfellum. Við systkinin kætumst líka ógurlega þegar við rifjum upp bókartitilinn Fjandinn hleypur í Gamalíel eftir William Heinesen sem mömmu misminnti að héti Fjandinn hirði Gabríel.
Berglind Steinsdóttir, 13.10.2007 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.