Gosi leggur til atlögu við börnin - þetta er markaðurinn

Tvær vinkonur mínar fóru á forsýningu á Gosa í Borgarleikhúsinu í gær með börnin sín. Þær báru sig ekki illa undan sýningunni (nema að kastarar hefðu verið of sterkir og beint upp í augun á gestum) sem kann að hafa verið hin ágætasta. Hins vegar mislíkaði þeim að um leið og sýningunni var lokið og gestir gengu úr salnum glumdi í hátalarakerfinu: Gosabolir eru til sölu í sælgætissölunni.

Börnin urðu ólm og uppvæg, veinuðu og kröfðust. Foreldrunum var ekki skemmt. Markaðurinn hafði síðasta orðið - en börn hafa óvart engar tekjur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband