Laugardagur, 13. október 2007
Portrett nú!
Hafnarborg opnaði sýninguna Portrett nú! í dag. Vegna mislesturs mættum við ekki við opnunina kl. 15 eins og stóð á boðskortinu, heldur kl. 5, sem sagt 17. Það kom ekki að sök, í stað þess að blanda geði við aðra gesti eyddum við heimsókninni að mestu í að skoða verkin. Það verður stundum útundan við opnanir.
Hugmyndin er portrettlistaverk og verkin eru eftir marga höfunda. Það býður upp á fjölbreytni og þannig mjög fjölbreytileg verk. Ég hreifst af mörgum þeirra, helst einu perluðu portretti af fullorðinni konu þar sem andlitsdrættir náðust ótrúlega skýrir, öðru sem var formað eins og höfuð og efnið var svört ull, einu sem var gert úr fingraförum og svo var ég alhrifnust af verki sem var fjórskipt portrett með speglum á milli. Hvernig sem sjálfsmynd fólks er sér hver og einn annað en næsti maður og aldrei allt í senn. Og svo voru speglarnir góðir enda speglar viðmælandinn alltaf líka sjálfan sig í hinum. Ég vildi næstum eiga svoleiðis verk.
Mæli með sýningunni. Kostar ekkert inn og stendur til jóla.
Athugasemdir
Hljómar spennandi.
Steingerður Steinarsdóttir, 15.10.2007 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.