Völundarskógur verðskráa símafyrirtækjanna

Vinur minn fór í heimsreisu, notaði símann lítið og skoðaði símareikninginn nákvæmlega þegar hann kom heim. Það kom á daginn að mínútan sem hann hringdi úr símanum var verðlögð á 400 kr. en mínútan sem hann tók á móti símtali á 50 kr.

Auðvitað var hann á ýmsum stöðum þannig að reikisamningar voru eitthvað mismunandi en við sem höfum verið að spjalla um þetta erum sammála um að við höfum staðið í þeirri meiningu að það væri þó skömminni skárra (les: ódýrara) að hringja sjálfur úr símanum. Þetta afsannar það og hvernig er þá best að hegða sér í einstökum utanlandsferðum? Er ekki möguleiki að vita fyrirfram hvað þjónustan kostar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ! já. Ég hef það alltaf á tilfinningunni að símfyrirtækið mitt svindli á mér (sé eiginlega að taka mig í ras...) en er ekki nógu reið til að gera eitthvað í málinu ... nenni ekki að æsa mig yfir því.  Það er ekki nógu gott.

Ásgerður (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 09:57

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Þú hefðir átt að sjá símreikninginn minn um síðustu jól. Ég hringi nokkrum sinnum í þáverandi kærasta minn í Ottawa frá Íslandi og fékk að launum um $200 reikning. Og þó talaði ég mest við hann á Skype.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 15.10.2007 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband