Í Madríd sér víst til sólar

Er ekki eðlilegt að maður sé farinn að horfa til útlanda í qqqqqqqqq norðangarranum? Ætli sé auðvelt að fá vinnu þarna? Reyndar habla ég ekkert espanol en það hlýtur að vera hægt að læra það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sástu ekki fréttirnar í gær??!! Þar var sagt frá flóðum á Spáni! ... það var reyndar ekki minnst á Madríd en Spánn er Spánn ...

... æ! Ég er hætt að draga þig niður! Það verður gaman í Madríd!

Ásgerður (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 08:57

2 identicon

Spánn er Spánn?  Ein sem ég þekki fór í langa helgarferð til Madrídar og kom alsæl heim.  Þar fór hún í tyrkneskt bað og þar að auki á flamenconámskeið (er að tala um námskeið í dansi, ekki um umhirðu fuglanna, þ.e. flamingo).  Hitastigið fór ekki niðurfyrir 20°C á daginn allan tímann.  Láttu ekki Landsbankapíuna hræða þig.

Laufa drottning (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 12:18

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég ætla líka í bað þar, helst bæði tyrkneskt og sól-.

Berglind Steinsdóttir, 17.10.2007 kl. 16:51

4 identicon

Í Madríd er núna 21°C og léttskýjað. Á mánudaginn þegar við mætum á svæðið verður alskýjað og hiti fer mest í 22°C. Sami hiti á þriðjudaginn en það sést meira til sólar.  Það verður gott veður alla vikuna.

Ingvi (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband