Miðvikudagur, 17. október 2007
Gesturinn frá Danmörku á förum
Það er tímabært að smella inn einni mynd af Unni þar sem hún flýgur aftur í danska faðminn á morgun. Ég kynnti hana fyrir skemmtanalífinu á laugardaginn þar sem hún hefur svo lengi verið fjarri að hún vissi ekkert hvaða staðir væru skemmtilegir lengur. Og auðvitað fór ég með hana beint á Ölstofuna.
Reyndar er hún orðin svo kvöldsvæf að hún var komin á fremsta hlunn með að henda sér í bælið fyrir miðnætti en mér tókst með lagni að véla hana út úr húsi. Og við fengum ekki betur séð en að miðborgarlífið væri stórhættulaust um miðja nótt um miðja helgi. Helsta hættan stafaði af dyravörðunum þegar þeir sáu mig munda myndavélina. Og þar sem mér lætur vel að fara að reglum tók ég ekki nema sárafáar myndir þar sem það var harðlega bannað. Og þessi var skást:
Við sátum við sama borðið frá hálftólf og fram á sunnudagsmorgun og hittum fullt af fólki, skemmtilegu fólki. Mæli með þessu. Og hér er Halli á myndinni með Unni, Halli sem býr í nágrenni við Habbý.
Athugasemdir
ha?! bíddu! ha?!!?! HA?!
ER BANNAÐ AÐ TAKA MYNDIR Á ÖLSTOFUNNI??!! 
Ásinn (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 08:39
Jamm, og ég hef áður fengið ákúrur þarna inni.
Berglind Steinsdóttir, 18.10.2007 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.