Atvinnutilboð

Ég fékk alveg hjartslátt í morgun þegar síminn minn hringdi kl. 8:58 og mér var boðið verkefni við að túlka. Ég hef aldrei gert það og gat því miður ekki tekið tilboðinu því að ég var svoleiðis marglofuð í dag, en þetta tilboð kom bara af því að ég er í þýðingafræðinámi og einmitt núna að stúdera skjalaþýðingar og dómtúlkun.

Menntun býður tækifærunum heim og mikið hlakka ég til þegar það næsta guðar á gluggann.

Ég ætti kannski líka að reyna við löggildingarprófið í febrúar ... já, neinei, umsóknarfrestur er runninn út. Annað tækifæri kemur 2010 - og einhver ýjaði að því að þá yrðum við komin langleiðina í Evrópusambandið og eftirspurnin eftir tungumálafólki yrði gríðarleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Verður það sem sagt leiðin mín heim? Er nóg að hafa doktorsnám í málvísindum eða þarf maður líka þýðingarnám?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 21.10.2007 kl. 18:23

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þú þarft ekki mastersgráðu í þýðingum til að fá að þreyta löggildingarprófið, bara 85.000-kall og skráningu. Standistu það ertu orðin löggilt sem þýðir að þú átt að hafa færni til að þýða flókna lagatexta og það sem við á að éta. Já, er þetta ekki bara spennandi fyrir þig? Næsta próf verður trúlega í febrúar 2010 - hentar það (eða á ég að beita mér fyrir því að það verði fyrr)?

Berglind Steinsdóttir, 21.10.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband