Já, takk, við nýrri sundlaug í Reykjavík

Ég kætist ógurlega við tilhugsunina um nýja sundlaug í Fossvogsdalnum. Megi hún ekki verða eins og Sundabraut sem ætlar ekki að komast út úr umræðunni, megi nýja laugin verða að veruleika. Og megi arkitekt sem fer oft í sund hanna bygginguna og aðstöðuna. Fossvogsdalurinn verður að fá að njóta sín, sólaráttin og útsýnið. Og, góði guð, passaðu að arkitektinn teikni búningsklefana þannig að maður þurfi ekki að leggja sundfötin á öxlina meðan maður teygir sig eftir fötunum.

Elsku besti guð, hafðu laugina 50 metra. Þá skal ég vera reglulega stillt og ekki tala um nýja útilaug við Sundhöllina við öll tækifæri. Hvað er annars að gerast með laugina sem átti að koma þar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband