Bjartasta peran í seríunni

Ég heyrði þetta hugtak um stjórnmálamann nýlega og fannst giska sniðugt. Ég brúkaði það sjálf um allt aðra manneskju síðar til að prófa hvernig hugtakið mæltist fyrir og komst þá að raun um að það má auðveldlega túlka á tvo vegu.

Ég ályktaði nefnilega fyrst að það væri kostur að vera björt pera sem lýsti vel - en hey, björtustu perurnar eru alltaf við það að springa.

Gæti maður þýtt pælinguna yfir á ensku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Jahá, ég hefði skilið þetta eins og þú, þ.e. að best væri að vera bjartasta peran.

Steingerður Steinarsdóttir, 23.10.2007 kl. 11:45

2 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Sæl Berglind

Ég þyrfti að fá smá upplýsingar hjá þér en ég er ekki með netfangið þitt. Gætir þú sent mér tölvupóst og ég sendi þér spurninguna til baka.  Þetta tengist leiðsögumönum. netfangið mitt er torduringi@gmail.com

kv

Þórður Ingi

Þórður Ingi Bjarnason, 24.10.2007 kl. 10:34

3 identicon

Í mínum huga er bjartasta peran auðvitað sú mest áberandi en líka sú sem er við það að springa!

LE (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband