Mánudagur, 29. október 2007
Allt er aldrandi fært
Ég tek við frumlegum heillaóskum til næsta miðnættis. Þær mega vera í sms-, tölvupósts- eða bréflegu formi, leiknar með og án hljóða, í gríni eða alvöru:
Ég lofa að verða ekki viðkvæmari en efni standa til ...
Athugasemdir
http://www.youtube.com/watch?v=8XL3H62LL6U
-örlítið lengri útgáfa af hinu sígilda:
du du ru du du du
du du ru du du du
du du ru du du du du
du du ru du du du
Habbs (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 08:14
Þú ert frábær og ég tek ofan fyrir þér. Ég myndi meira að segja éta hattinn minn ef ég teldi að þér væri einhver akkur í því.
Steingerður Steinarsdóttir, 29.10.2007 kl. 10:03
Elllsku Berglind!
Til hamingju með daginn (aftur!). Hef það að markmiði að óska þér til hamingju með ýmsum hætti í allan dag!
Þín Laufey
LE (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 10:12
I dag er det Berglinds fødselsdag!
Hurra! Hurra! Hurra!
hun sikkert sig en gave får
som hun har ønsket sig i år
og dejlig chokolade med kage til.Hvor smiler hun, hvor er hun glad
Hurra! Hurra! Hurra!
Men denne dag er også rar,
for hjemme venter venner
med dejlig chokolade med kage tilOg når hun hjem fra arbejde kører,
Hurra! Hurra! Hurra!
Så skal hun hjem og holde fest,
og hvem der kommer med som gæst,
får dejlig chokolade med kage tilTil slut vi råber højt i kor.
Hurra! Hurra! Hurra!
Gid Berglind længe leve må
og sine ønsker opfyldt få -
og dejlig chokolade med kage til.
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!
Elísabet (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 11:12
sorrí, uppsetningin á textanum klúðraðist í fyrri athugasemd... og best að taka það fram að ég ætla EKKI að syngja þetta fyrir þig ef þú þekkir þetta ekki
elísabet (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 11:15
Elsku Berglind mín!
Eftir að hafa reynt að ná í þig með ýmsum hætti frá því kl. hálf 9 í morgun sendi ég þér afmæliskveðju í athugasemd á blogginu þínu.
Þessir voru svo mikið krútt að ég varð að láta sönginn þeirra fylgja með:
http://www.youtube.com/watch?v=yj6cbM-h8xg
... en þeir sögðust ekki geta borið nafnið þitt fram og báru það fyrir sig að þeir væru jú geimverur og geimverur gætu bara sungið á ensku!! (léleg afsökun)
Til hamingju með afmælið!
Knús! Ásgerður
Ásgerður (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 14:57
Ju. En gaman. Takk fyrir kveðjur. Reyndar kom engin bréflega (nema hún eigi eftir að koma með póstinum). Eftirspurnin eftir mér í dag var reyndar með mesta móti þannig að ég hef ekki almennilega náð að lesa og hlusta á afmælissöngva fyrr en núna.
Fólk hefur svo greinilega haft mestar áhyggjur af fótabúnaði mínum því að mér voru skenktir bæði gönguskór og stígvélaskór. Og ýmsan góðan félagsskap hef ég haft í tvo daga.
Unnur hálfdanska myndi segja að ég væri alsæl og hafa rétt fyrir sér. Enda lét ég Eldsmiðjuna sjá um matseld.
Berglind Steinsdóttir, 30.10.2007 kl. 00:33
Til hamingju með afmælið. Það er reyndar búið því það er meira að segja komið miðnætti hjá mér. Sorrí að þetta er ekki frumlegt. Á þessum tíma dags er ég ekki beinlínis með hugarflugið í lagi.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.10.2007 kl. 06:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.