Kvartað undan IBM

Náfrændi minn, systursonurinn, sem veit meira um tölvur en ég segir að IBM hafi hrakað til muna. Ég veit ekki hvað er hæft í því en veit að stykkið mitt er ekki við góða heilsu. Ég er bara búin að eiga þessa fartölvu í á að giska ár og battaríið neitar núna að hlaða sig. Þess vegna er ég með stórt rautt X í rafgeyminum og ef ég tek tölvuna úr sambandi myrkvast skjárinn.

Ég hef gætt þess að tæma battaríið einu sinni í mánuði þannig að heilsuleysi hennar er ekki mér að kenna.

Ætti ég að skæla framan í Nýherja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jáhá! Skældu! Hef stundað það undanfarið og aldrei séð eftir því, fengið klapp á bakið og stundum meira til.

... það sakar a.m.k. ekki að reyna. Ef þeir gera ekkert fyrir þig getur þú skrifað fjöldapóst á alla vini þína (sem eru sko ekki fáir) þar sem þú talar illa um fyrirtækið og segir svo vinum þínum að senda póstinn áfram! .... Já, svo er alltaf hægt að blogga um það líka!!

Ásinn-veit best/BeSt (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 08:37

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, skældu þar til tárin sprautast úr augunum á þér eins og vatn ú rmeðal garðúðara. Ef þeir hrærast ekki til meðaumkunar eru þetta hjartalausir menn.

Steingerður Steinarsdóttir, 30.10.2007 kl. 10:49

3 identicon

Nýjustu IBM vélarnar eru ekki lengur frá þeim heldur frá Lenovo þó svo IBM merkið sé á þeim. IBM seldi frá sér fartölvu hlutann. Lenovo tölvur eru ekki eins góðar. Það er sjálfsagt 2ja ára ábyrgð á vélinni svo endilega skældu!

Tóti (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 19:33

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nohh, Tóti veit mikið. Þá er líklega best að bretta upp ermarnar og hefja leit að tárakirtlunum.

Berglind Steinsdóttir, 30.10.2007 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband