Tíu litlir strákar - bara

Ég þori varla að segja þetta en ég var að lesa pistil Gauta Eggertssonar og allar athugasemdirnar á eftir og andlitið á mér lengdist og lengdist þegar ég sá að enginn gerði athugasemd við að það eru bara strákar sem fara sér að voða.

Gera litlar stelpur sig ekki sekar um afglöp? Ætlar enginn að taka upp þykkjuna fyrir stráka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Það kemur út sér bók um tíu litlar negra stelpur sem fara sér á voða. Það dugar ekkert nema sér bók um það.

Annars skil ég ekki þessa umræðu sem hefur átt sér stað út af þessari bók.  Ég eignaðist þessa bók þegar ég var 4 ára og hef ekki borið skaða af.  Um leið og þessi umræða fór í gang að þessi bók væri ekki góð fyrir börn þá fór ég og náði í þessa 30 ára gömlu bók og las hana fyrir börnin mín.  þeim fannst gaman að heyra þessa sögu.  Þetta er bók sem allir ættu að lesa þetta eru ekki fordómar um svarta. 

Þórður Ingi Bjarnason, 30.10.2007 kl. 20:19

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Gauti lýsti reyndar á afskaplega málefnalegan hátt úr hvaða umhverfi bókin er sprottin í fordómafullum Bandaríkjunum en ég held samt að þetta sé múgsefjun hér. Ég man eftir að hafa lesið hana sem barn - hún var skemmtileg út af hrynjandinni - en ég ætla ekkert að nálgast hana núna þannig að ég veit ekki hvað mér þætti ef ég fletti henni (og ég mun aldrei vita hvað mér hefði þótt ef ég hefði flett henni fyrir einhverjum dögum/vikum).

Berglind Steinsdóttir, 30.10.2007 kl. 20:49

3 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Strákurinn minn sem er 7 ára tók bókina áðan og fór að skoða hana.  Hann vildi fá að lesa hana.  Þar sem ég ætlaði að láta hann lesa bók sem hann er með í skólanum þá tók ég þessa bók og hann las hana fyrir mig.  Hann sá ekkert slæmt við þessa bók.

Þórður Ingi Bjarnason, 30.10.2007 kl. 21:19

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nei, börn sjá bókina auðvitað bara sem spaugsamt kvæði sem hægt er að syngja.

Berglind Steinsdóttir, 30.10.2007 kl. 22:03

5 identicon

Ég er sammála ykkur, ég skil ekki lætin! Hins vegar verðið þið að viðurkenna að kannski væri frekar skrýtið ef leikskólakennararnir færu að lesa/syngja þennan texta fyrir börnin á leikskólanum og þar af væru 10% svört. Þess vegna skil ég vel athugasemdir foreldra svartra barna.

Muggur er einn af mínum uppáhaldslistamönnum og myndirnar í bókinni finnast mér skemmtilegar.

Ásgerður (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 08:29

6 identicon

hmmm... Las grein Gauta til enda sem og nokkrar af athugasemdnunum... Sko! Ég las þessa bók sem krakki og var aldrei upptekin af því að strákarnir væru svartir, þetta var bara saga um ,,óheppna" stráka! Kannski væri ekki þetta fjaðrafok ef strákarnir væri hvítir - þá væri öllum sama. Eins og ég segi í fyrri athugasemd þá skil ég mjög vel athugasemdir þeirra sem eru reiðir, fúlir, pirraðir, hneykslaðir, ... á endurútgáfu bókarinnar - ég er ekkert endilega viss um að það hafi verið góð hugmynd. Ég held að ég muni ekki lesa bókina fyrir strákana mína ... en ... ÉG gerði mér aldrei grein fyrir rasískum hugmyndum á bak við söguna og vona svo sannarlega að hún ýti ekki undir slíkt hjá íslenskum börnum. Hins vegar finnst mér við aldrei mega gleyma mannkynssögunni og þurfum að fræða börnin okkar um það að einu sinni hafi viðhorf og gjörðir manna verið lituð af fordómum en núna - vonandi - vitum við betur. ... ættum a.m.k. að gera það. ... Kannski hefur okkur farið aftur að ýmsu leyti ... úff! Þetta er mjög flókin umræða ... svo ekki sé meira sagt!

Á - aftur (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 08:55

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Er hér ekki tekin upp þykkjan fyrir strákana? Má hafa gaman af þessu? Ás??

Berglind Steinsdóttir, 1.11.2007 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband