Black Adder í sjónvarpinu mínu

Goðsögnin birtist í sjónvarpinu mínu, á BBC Prime. Dásamlegur svartur húmor - og ég heyrði Rowan Atkinson tala! Hann er ekki bara fíflið Mr. Bean. Hann getur leikið.

Það hlýtur einhver að vera sammála mér um þetta (en ég veit um marga sem eru það ekki).

 

           Black Adder DVD

Ég var sem sagt að sjá þátt með Black Adder (Svarta skröltorminum?) í fyrsta skipti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jaháts, ég er sko sammála þér. Ég þoholi ekki Bean, en er búin að vera að bíða eftir að honum detti í hug að gera Black Adder mynd í áratugi. (Og er ekki einu sinni að ýkja.)

Ertu að byrja á byrjuninni? Juuu, hvað þú átt mikla skemmtun í vændum!

Nú fæ ég mér BBC Præm.

Sigga Lára (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 22:32

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég á alla Black Adder þættina á DVD og líka bíómyndina sem var gerð síðar. Ég elska þessa þætti og hef gert síðan ég sá þá í fyrsta skiptið fyrsta árið mitt í Háskóla Íslands. Mr. Bean og Blackadder er hreinlega ekki hægt að bera saman.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 31.10.2007 kl. 00:15

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég er svo lítið verseruð í BBC-heiminum að ég hélt ... kannski að ég gæti bara kveikt kl. 20 í kvöld líka og Rowan Atkinson ... myndi bara byrja að tala. En hann gerði það ekki í kvöld, seisei nei. Kannski næsta þriðjudag, hmm.

Ég er svo himinsæl með að þið tvær kunnið ekki heldur að meta hr. Baun. Mér hefur verið borin á brýn húmorfælni þegar ég segist ekki kunna að meta fíflið. (Ég get ekki heldur horft á Office og helst ekki Little Britain - fór ég nú yfir strikið?)

Berglind Steinsdóttir, 31.10.2007 kl. 21:08

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Nei, held þú hafir ekki enn farið yfir strikið. Þú ert bara með aðeins dannaðri húmor - eins og ég

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.11.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband