Krónumaðurinn brosir út í bæði munnvik

Ég er alveg bullandi neytandi og auðvitað vil ég gera góð kaup - en guðminngóður, vill fólk ekki líka vita hvað varan kostar? Á það bara að vera bónus á kassanum að afslátturinn er 50% en ekki 30%? Hvað með upplýsingar? Hvað með meðvitund? Hvurs lags tilviljanir eru þetta um allt?

Ég hef oft keypt eitthvað í lágvöruverðsverslun sem var með meiri afslátt á kassa en gefið upp á umbúðum vörunnar. Ég hef líka oft verið látin borga aðeins meira en stendur á hillu, kannski 10%. Ég get ekki séð að verðvitund fólks, sjálfrar mín eða annars fólks, hafi skánað við frjálsa álagningu. Og ég sá gjörla að verð lækkaði aðeins í skamman tíma þegar virðisaukaskatturinn var lækkaður úr 24,5 og 14% ofan í 7% þann 1. mars sl.

En ég veit ekkert um meintan samanburð hlutaðeigandi kaupmanna. Er honum til að dreifa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband