Pólverjar í víking

Ég heyrði því fleygt inn í umræðuna í gær að nú væri tímabært að lögreglan auglýsti eftir Pólverjum í vinnu. Ég tek undir það. Hér eru komnir svo margir Pólverjar og ekki allir vel íslenskumælandi að það væri vert að fá nokkra í löggæsluna sem geta sinnt málum þeirra.

Þetta kváðu þeir hafa gert í Osló, reynt að fá nokkra pólska smiði í lögregluna sem vildu það ekki og því leitað fanga í Varsjá. Hmm, er allt í einu núna að velta fyrir mér tungumálinu því að þetta snýst að ansi miklu leyti um það að lögreglan geti með góðu móti sinnt þeim málum sem henni berast og varla eru Pólverjar sem eru heimtir frá Varsjá orðnir vel norskumælandi af því einu.

Ætli lögreglan hér hafi markað sér einhverja stefnu í málinu? Fljótum við e.t.v. bara sofandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband