Fasteignahremmingar

Það er auðvitað að bera í bakkafullan lækinn að segja fleiri grátklökkar sögur af fasteignakaupum en ég verð samt að rifja upp að þegar ég gerði tilboð í íbúð í fyrra sem hagstætt KB-lán (hét KB þá) hvíldi á var mér gert að verða viðskiptavinur KB ef ég ætlaði að njóta þessa hagstæða láns með 4,15% vöxtum. Ég varð að gera tvennt af þrennu hjá KB:

- stofna launareikning, taka þar viðbótarlífeyrissparnað, stofna greiðslukort.

Þar sem ég var nýlega flúin frá KB, sem hafði umbreyst frá mínum gamla góða Búnaðarbanka, tók ég þetta ekki í mál og gerði tilboð miðað við að taka lán hjá Íbúðalánasjóði. Svo gekk reyndar ekki saman með mér og seljanda, kannski af öðrum orsökum en líka kannski vegna þess að viðleitni KB til að múlbinda viðskiptavin fór þvert í mig.

Og nú á ég bara peninga og enga íbúð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er miklu betra að eiga peninga heldur en að skulda Kaupþingi. Ég trúi á forlögin  - þetta var ekki íbúðin þín ... og KB-banki/Kaupþing ekki bankinn þinn. Þú átt betra skilið!!!

Ásinn (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband