Föstudagur, 9. nóvember 2007
Hver verður ferðamálastjóri um áramót?
Nú hefur Magnús Oddsson tilkynnt að hann hætti sem ferðamálastjóri. Hvað líður löggildingarmálum leiðsögumanna? Bráðum eru kjarasamningar lausir. Um áramót flytjast ferðamál til ráðuneytis iðnaðar sem verður líka ráðuneyti byggðamála. Er ekki svo? Breytist eitthvað hjá leiðsögumönnum?
Athugasemdir
Undirritaður mælir með öðrum Oddsyni,Davíð Oddsyni.
Jensen (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 23:35
Heldur Jensen að Davíð hugsi sér til hreyfings?
Berglind Steinsdóttir, 10.11.2007 kl. 00:09
Þarna er möguleiki fyrir mig að sækja um þar sem ég klára ferðamálafræðina í vor. Það fyrsta sem ég myndi fara fram á er að gera leiðsögumanna námið lögverndað. Það ætti að vera búið að gera þetta að lögvernduðu starfi fyrir löngu.
Þórður Ingi Bjarnason, 10.11.2007 kl. 09:57
Æ, hvað þú ert góður við okkur. Sæktu um!
Berglind Steinsdóttir, 10.11.2007 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.