Mánudagur, 12. nóvember 2007
Loksins aftur dottin ofan í bók
Titillinn er fráhrindandi og svolítið villandi, Ástin í lífi mínu (La mujer de mia vida?), en af því að Bjartur gaf út sló ég til og hef ekki orðið fyrir vonbrigðum.
Þýðingin er góð (og áreynslulaus, ég verð lamin fyrir að lýsa henni svona) og greinilegt að einhver annar hefur skrifað lýsinguna fyrir síðu Bjarts. Ég kann ekki aukatekið orð í spænsku þannig að ég get ekkert borið saman. Bókin hins vegar teflir saman lífi Theos, Antoníos og Klöru í Bretlandi og Sjíle - og dauða líka.
Hlakka til að klára hana.
Athugasemdir
Mér fannst þetta áhugaverð bók þótt mér fyndist hún hins vegar svolítið langdregin þegar síga tók á seinni hlutann.
Steingerður Steinarsdóttir, 13.11.2007 kl. 21:07
Já, mér fannst hún reyndar ekki verða langdregin, kannski fulldramatísk samt. Tengsl Theos við dótturina breyttu stefnunni þannig að bókin varð aðeins önnur. Kannski merki um þroska - en ekki alveg sannfærandi. Nú er ég bara að hugsa upphátt, ég hef ekki haft tækifæri til að tala um hana við neinn fyrr.
Berglind Steinsdóttir, 13.11.2007 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.