Finnst einhverjum nóg að rafhlaða í fartölvu endist bara í 10 mánuði?

Já, seljandanum.

Ég keypti tölvu fyrir rúmu ári og byrjaði að nota hana í janúar. Fyrir á að giska mánuði kom stórt rautt X þar sem hleðslan var vön að sjást. Ég fór með tölvuna á verkstæði fyrirtækisins á mánudag, skildi rafhlöðuna eftir og fékk í morgun upphringingu þar sem mér var sagt að rafhlaðan væri ónýt og fallin úr ábyrgð. Tölvan sjálf er hins vegar í ábyrgð í þrjú ár.

Hvað drífur tölvuna áfram?

Það sem ég ekki skil er hvernig nokkru fyrirtæki finnst verjandi að segja við kaupanda að rafhlaðan eigi ekki að endast lengur. Nú er ég spennt að sjá hvað seljandi nýrrar rafhlöðu segir mér að hún muni endast lengi.

Ég er algjörlega sannfærð um að rafmagnstæki eru markvisst og meðvitað framleidd með það fyrir augum að gefa upp öndina miklu fyrr en áður tíðkaðist. Og það er ekki einu sinni svo gott að fartölvan mín hafi kostað skiterí, nei, hún kostaði hátt í 200 þúsund krónur.

Hver man eftir Westinghouse-ísskápunum sem entust von úr viti? Þeir eru ekki framleiddir lengur. Ég finn ekki einu sinni mynd af svoleiðis grip.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aaaarrrgg! Ég þoli ekki svona sölumennsku! Ég gæti sagt langar sögur af ábyrgð og dýrum hlutum sem bila innan ábyrgðartíma en fyrirtækinu tekst alltaf að snúa því þannig við að hluturinn hafi ekki bilað heldur hafi ég farið illa með hann! Tryggingafélög vinna eins ... þú ert tryggður fyrir ÖLLU ... nema því sem einmitt hendir þig!

Við hjónin tölum oft um þetta með hlutina nú til dags. Þeim er alls ekki gert að endast - bara tóra fram yfir ábyrgðartímann svo sölumennirnar geti sagt (þegar ábyrgðin er nýrunnin út!): Það er best fyrir þig að kaupa nýjan.

Þetta er af sama meiði og vinnuhugmyndir fólks í dag, þ.e. menn reyna að vinna lítið og á stuttum tíma en fá mikið fyrir. Þetta er atvinnu"sjúkdómur" margra iðnaðarmanna en einnig mjög margra sem kalla sig "sérfræðinga". Þeir selja sig sem sérfróða í ákveðnu efni en gefa ekkert meira af sér en leikmaður hefði getað með því að afla sér upplýsinga á netinu og búa til glærusýningu með þeim upplýsingum. Bæði sérfræðingar og iðnaðarmenn (margir - ekki allir) taka svo stjarnfræðilega upphæðir fyrir "vinnu" sína.

Þetta á hins vegar ekki við um leiðsögumenn sem vinna mikið fyrir lítið! ... eins og kennarar.

Nú er ég orðin pirruð! 

Ásinn (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 09:16

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég er enn ekki búin að hringja í yfirmanninn á verkstæðinu, ætla að kæla mig fram yfir helgi. Svo skal ég spyrja hvenær honum finnist eðlilegt að ég kaupi þá nýja rafhlöðu næst, þ.e. hvenær sú nýja verði orðin ónýt. Ef hann vantar forsendur skal ég gefa honum forsendur. Getur maður beðið um skriflegar upplýsingar?

Við heppnar að skila af okkur vinnu sem ekki fellur á - hehe - og eigum við ekki að biðja um endingarálag, einhvers konar gæðabónus? Ekki gengur textinn úr sér, ræræræ??

Berglind Steinsdóttir, 15.11.2007 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband