Laugardagur, 17. nóvember 2007
Ólöf (40)
Ekki hefði ég trúað því upp á tónlistaráhugaleysingjann mig að hringbrosa yfir karlakór. Það gerðist þó í gærkvöldi í eðalafmælinu hennar Ólafar sem á kyn til tónlistar í báðar langættir. Það var ekki lítið sem ég öfundaði hana af söngnum sem var sunginn til hennar í gær, hún sat eins og drottning á stól á miðju gólfi meðan 30 stórsöngvarar sungu henni óð á hnjánum. Og skolli sem það klæddi hana vel.
Kjams, hvað veitingar voru bragðgóðar og veislan öll hin besta. Ég sendi afmælisbarninu mínar hugheilustu kveðjur.
Karlakór Reykjavíkur verður með tónleika viku fyrir jól. Það gæti hent mig að mæta.
Athugasemdir
Jáhá! Ég get staðfest allt ofansagt! Frábær veisla, mjög góðar veitingar og karlakórinn ... VÁÁÁÁÁÁÁÁ! Ekkert er eins karlmannlegt og hugsunin um sönginn þeirra vekur enn upp gæsahúð!
Ásinn (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 09:14
Má ég minna fyrrverandi fertugsafmælisbarn á að samdar voru vísur til þess og sungnar af miklum myndarbrag í nóvember 2005!
LE (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 19:42
Jáh, það má minna það á það (en ég var samt engu búin að gleyma) enda var ég soltið stolt!
Berglind Steinsdóttir, 19.11.2007 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.