Í fréttum

Í langan tíma man ég ekki eftir eins vondri frétt eins og frétt Láru Ómarsdóttur á Stöð 2 áðan um brúðkaup Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Lilju Pálmadóttur. Ég er kannski merkt því að mér finnst þetta vera óttaleg ekkifrétt en það að tala um að þarna hafi verið gefið saman fólk úr tveimur ríkustu fjölskyldum landsins finnst mér sannarlega ekki vera fréttapunktur (og í fréttunum í gærkvöldi tíundaði Lára hvað þau væru skráð fyrir mörgum milljörðum samkvæmt einhverju blaði í sumar). Svo var hún með ljóta málvillu sem ég er sem betur fer búin að gleyma og loks klykkti hún út með því að segja að þarna hefðu bæði ríkustu menn og konur landsins verið samankomin.

Ég hélt bara að fréttamiðlar hefðu metnað til að skara fram úr, m.a. í málfari og efnistökum. Þótt einhverjum finnist allt í lagi að tala eins og að konur séu ekki menn og þótt sumir spái í einhverju (þágufalli) (villan var af þeim toga) hélt ég að fréttastöðvar vildu sem sagt gera betur. Og mér þykir leitt að það skuli rifjast upp fyrir mér að umrædd Lára er einmitt sú sem þverskallaðist við að tala íslensku við forsetafrúna á einhverjum viðburði þótt Dorritt vandaði sig við að tala einmitt ekki ensku.

Ég hef auðvitað áhyggjur af að vera þvergirðingsleg og fordómafull gagnvart vondum vinnubrögðum en stundum verður maður bara að láta það sannast á sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heitir ekki brúðurin Ingibjörg?

nn (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 13:22

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Gott ef ekki er, og er Lilja kannski öðrum manni gefin? ... Ég er greinilega glámskyggn á aðalatriði máls.

Berglind Steinsdóttir, 19.11.2007 kl. 19:48

3 identicon

Þetta er bara smáatriði, en samt er gott að fara rétt með þegar verið er að gagnrýna aðra : )

Fanney (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 09:13

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hmm, ég hef hingað til ekki lagt minn miðil og Stöð 2 að jöfnu. Og svo máttu ekki gleyma því, Fanney, að ég tók strax tillit til leiðréttingar þinnar. Hmm ... og samt veit ég ekki einu sinni hver þú ert.

Berglind Steinsdóttir, 20.11.2007 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband