Fimmtudagur, 29. nóvember 2007
Ég nota alltaf tækifærið til að segja útlendingum frá vetninu þegar við keyrum framhjá stöðinni
Í hinum klassíska Gullhring keyrir maður einu sinni framhjá vetnisstöðinni og ég sleppi ógjarnan tækifærinu til að segja ferðalöngum af framtíðardraumum okkar Íslendinga, a.m.k. mínum, sem sagt að við munum þegar upp verður staðið keyra fyrir vetni í stað bensíns eða olíu. Ég hef staðið í þeirri meiningu að síðasta eina og hálfa árið hafi einir þrír strætisvagnar og 40-50 fólksbílar verið knúnir með vetni. Sá galli er á gjöf Njarðar að þetta er eina stöðin þannig að maður skutlast ekkert á vetnisbíl lengra en kannski til Hveragerðis. Ég sé ekki í þessari frétt að til standi að fjölga stöðvunum. Stendur það samt til? Verður hægt að taka vetni á Akureyri fljótlega?
Ég á reyndar engan bíl - en getur ekki verið að ég hafi séð í fréttunum nýlega eitthvað um að eldsneytisverð hafi hækkað, og m.a.s. frekar mikið? Hvað kostar svo vetnislítrinn (og hvað kostar farartækið)? Hversu miklu betur fer notkun vetnisbíla með umhverfið en önnur vélknúin farartæki?
Vetnisstöð vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
bara vekja athygli þína á að það er enginn strætó á götunum sem gengur fyrir vetni þeir voru teknir í sundur fyrir um 1 ári síðan þegar tilrauna verkefnið kláraðist svo þetta eru einu vetnis bílarnir á íslandi. ekki slæmt að vera með einka(bensínstöð)
marino (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 23:30
Það er bara heimska af okkur að fjárfesta í þessu. Af hverju eru stóru olíufyrirtækin að fjárfesta í vetni eftir að hafa barist gegn rafvæðingu? Vegna þess að það er dýrara að kaupa vetni og þessi fyrirtæki geta tekið það að sér að selja vetni á sérstökum stöðum, hinsvegar er hægt að hlaða rafbíla heima hjá sér og sleppa við okurstöðvarnar. Pólitíkusar eru bara hrifnir af vetninu vegna þess að þeim finnst það töff ímynd fyrir Ísland, jafnveg trúað því að hér væri hægt að framleiða vetni fyrir önnur lönd.
Tæknin er orðin betri (t.d. er búið að búa til rafsportbíl sem kemst upp í 100 á 4 sek), fjöldaframleiðsla á almennan markað er að hefjast og þeir eru einfaldlega miklu hagkvæmari (1000 kr á mánuði fyrir meðalkeyrslu). Nú þegar er hægt að kaupa eina gerð af slíkum bíl hér á landi og þeir verða örugglega nokkrir eftur nokkur ár. Einu ráðstafanir sem við þurfum að gera til þess að skipta yfir í rafbíla er að setja upp litla rafstaura hjá bílastæðum,nú þegar er hægt að fá þá hjá orkuveitunni ef maður býr í blokk.
Geiri (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 00:55
Ég hefði næstum þorað að sverja að vetnisstrætóar væru enn í umferð, en ég þori a.m.k. að sverja að ég sat í einum slíkum þegar átakið var kynnt, þá kannski fyrir tveimur árum.
Og mér líst ekki illa á hugmynd Geira um rafbíla, kannski er meiri framtíð í þeim. Svo má ekki gleyma metani og etanóli. Getum við ekki a.m.k. verið sammála um að gott væri að þurfa ekki að nota olíu eða bensín? Hvaða bílar eru aftur næstum alveg hljóðlausir og eyða þriðjungi af því sem aðrir eyða?
Berglind Steinsdóttir, 30.11.2007 kl. 07:57
Ég hitti alltaf reglulega fólk sem hefur séð heimildaþætti þar sem talað er um Ísland og vetnið. Verð alltaf rosalega stolt þegar ég heyri það.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 30.11.2007 kl. 08:07
Bara Kárahnjúkavirkjun getur knúið allan íslenska bílaflotann þegar við verðum öll komin á rafmagnsbílana og það er umhverfisvernd, lifi Framsókn !
Denny Crane, 30.11.2007 kl. 08:23
Það er þó nokkuð vit í því sem Geiri segir. Rafmagnsbílar eru langtum raunsæjari kostur en vetnisbílar. Nokkrar staðreyndir:
Vetni er það frumefni sem hefur lægsta orkuþéttleika/rúmmál sem gerir það mjög óhentugt til að geyma. Sérstaklega í bílum þar sem allt pláss er dýrmætt. Orkufrekt er að geyma það á háþrýstikútum og ennþá orkufrekara að koma því á fljótandi form.
Vetnisbíll þarf 3x meiri orku en rafmangsbíll ef reiknað er með allt ferlið frá orkuframleiðslu og út í dekk. Þaes. rafmagnsbíll nýtir 66% þeirrar orku en vetnisbíll 22% og það er miðað við hagkvæmustu vetnisframleiðsluleiðina sem er ekki rafgreining heldur "steam reforming" sem sleppir CO2 í andrúmsloftið og að því sé ekki komið á t.d. fljótandi form(ennþá minni orkunýtni). Þetta þýðir að ef ætti að virkja alla bílaflota íslands og jafnvel skip líka þá þyrfti ~3 kárahnjúkavirkjanir á móti 1 ef ætlunin væri að vetnisvæða og framleiða það með rafgreiningu.
Árni (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 09:05
En þurfa þessar upplýsingar um óhagræðið af vetninu ekki að komast í umferð? Af hverju erum við Stína látnar halda að þetta sé glæst framtíðarsýn? Allra helst vildi ég samt geta knúið ökutæki með brennslu úrgangs þannig að ég ætla að veðja á metanið núna.
Berglind Steinsdóttir, 30.11.2007 kl. 21:23
ég trúi óbilandi á stórabróður og hans fræði í þessu sambandi. þetta vetnisdæmi er bara kjaftæði og ótrúlega dýrt!!! rafbílar sem hægt er að stinga í samband hvar sem er eru málið - og kostar ekki nema nokkra hundraðkalla að breyta bensínbílum í að vera líka með raffítusa.... en ekki kann ég að rökræða þetta í þaula - þarf fyrst góðan fyrirlestur hjá stórabró.....
sólveig (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 17:26
Ég trúi líka stórabróður (þínum) þegar kemur að umhverfismálum ... Reyndar er ég orðin svo höll undir raffræðin öll að ég er orðin hálfskökk.
Áfram með rafbílana, innstungur á hvert bílastæði.
Berglind Steinsdóttir, 3.12.2007 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.