Mánudagur, 3. desember 2007
Illa nýttur starfstími
Góðkunningi minn sem vinnur þægilega innivinnu fullyrðir að 30% af starfstíma þeirra sem sitja við tölvu allan daginn sé eytt í þágu starfsmannanna sjálfra. Ég hef enga trú á því.
Athugasemdir
Ég gæti vel trúað því að hann sé nálægt lagi. Bara það að vinna við tölvu og hafa netið við hendina alla tíð...ég veit bara hversu miklum tíma ég eyði í vitlysu þegar ég á að vera að læra...en ég er auðvitað að vinna fyrir sjálfa mig en engan annan!
Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.12.2007 kl. 18:39
Já, ég held að við séum öll í hættu. 30% þýðir samt að starfsmaðurinn eyðir fullum tveimur klukkutímum af átta tíma vinnudegi í að ... skoða blogg, borga reikninga í heimabanka, lesa mbl.is, skrifa og lesa fjölpósta - og hvað? Ég held í alvörunni að 30% hljóti að vera of hátt hlutfall. Nema fólk sé svona gjörsamlega laust við einbeitingu eða verkefnin séu of fá og léttvæg.
Berglind Steinsdóttir, 3.12.2007 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.