Kakó og pönnukökur með heilbrigðu spjalli

Nú gefst okkur leiðsögumönnum tækifæri til að spjalla um fagið á afmæliskakófundi. Hvernig segja leiðsögumenn t.d. frá flekakenningunni þegar henni hefur verið úthýst af Þingvöllum? Breyta sumir engu þar? Ég hitti Borgþór Kjærnested nýverið og hann sagðist segja frá henni í grennd við Selfoss. Ég fer ekkert endilega framhjá Selfossi þótt ég fari á Þingvelli.

Þýða leiðsögumenn öll örnefni? Þau helstu? Engin? Parliament Plains? Smokey Bay? En örugglega íslensku heitin þá með, ekki satt?

Ég á von á a.m.k. Ursulu, Bryndísi, Þórhildi og Magnúsi úr árganginum mínum. Vonandi Möggu. Pétri líka ef hann er ekki að sinna skyldustörfum á Blönduósi. Aðrir eru bónus! Hvað með Auði, skyldi hún koma frá Hvammstanga?

Og skyldu mínar ágætu bloggvinkonur Lára Hanna og Steingerður eiga heimangengt??

Spennan er óbærileg að verða. 21 klukkutími fram að kakófundi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hvað meinarðu með að flekakenningunni hafi verið óthýst af Þingvöllum?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 4.12.2007 kl. 23:28

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Einhver jarðfræðingur talaði um það nýlega (síðla sumars minnir mig), og vísaði í allgamlar upplýsingar, að flekaskilin væru ekki á Þingvöllum. Þetta var svo mikið sjokk að ég lagði ekki á minnið hvar þau væru frekar á þeim slóðum. Ég hef borið þetta undir nokkra leiðsögumenn sem segjast enn tala um flekaskilin á sama stað, en sumir hafa sem sagt breytt frásögninni. Þetta er enn í ferðahandbókum þannig að útlendingar standa bjargfastir í þeirri meiningu að flekaskilin sé að finna á Þingvöllum.

Berglind Steinsdóttir, 4.12.2007 kl. 23:37

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta var í Fréttablaðinu 6. september sl. Ég á þetta í tölvupósti ef þið viljið sjá fréttina sem ég afritaði af www.visir.is.

Veit ekki ennþá hvort ég kemst annað kvöld í kakó, það fer eftir því hvernig mér vinnst á morgun í þýðingunum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.12.2007 kl. 23:52

4 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þessi frétt hefur farið fram hjá mér.  En það var nú á síðasta ári sem okkur var kennt í jarðfræði um flekaskilinn á þingvöllum.  Ég verð að fletta þessu upp og lesa. 

Þórður Ingi Bjarnason, 5.12.2007 kl. 07:59

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já neinei, Lára Hanna, ég man vel eftir þessu (bls. 6), ég er bara í afneitun - enda hvernig má annað vera þegar umfjöllunin hefur verið í þvílíkur skötulíki að hún hefur farið framhjá Þórði? Ef maður ekki les Fréttablaðið dag og dag á haustin ...

Berglind Steinsdóttir, 5.12.2007 kl. 08:24

6 identicon

Sæl Berglind, til upplýsinga vildi ég láta þig vita af því að ég er ekki á Hvammstanga. Hvammstangi er í Húnaþingi Vestra. Ég vinn í A-Húnavatnssýslum með skrifstofu og lögheimili á Blönduósi.

Auður

Auður (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 09:31

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hvaða hvaða, þú ert þá í sama umdæmi og Pétur okkar. Og kemur líklega ekki í kakóið, Auður?

Berglind Steinsdóttir, 5.12.2007 kl. 09:53

8 identicon

Tjah, ég veit ekkert um það hvar hann Pétur er, ef hann er á Blönduósi hef ég ekkert rekist á hann þar ennþá.

Auður (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband