Á Úlfljótsvatni er ,,spider camp"

Hinrik ber ábyrgð á því að ég grenjaði úr hlátri í kvöld þegar hann útskýrði hvernig stundum gæti gengið svona og svona að skipta á milli dönsku og ensku. Ég geng ekki lengra í að útskýra brandarann en að segja að skáti er spejder på dansk.

-Sem minnir mig á þegar ég var við sumarstörf í Vaasa í Finnlandi, fór einhverju sinni í sérstaka símabúð til að hringja í góðkunningja minn í Helsinki og sló fallega saman sænsku og ensku þegar ég sagði honum að ég væri í telephone affär“. Það varð ekki aftur snúið.

Kakóið á fundi leiðsögumanna var upphituð kakósúpa upplýsti mig meiri matráður en ég get þóst vera - mér þótti súkkulaðið ágætt (enda mest svag fyrir swiss miss) - en pönnukakan var óæt þegar maður er vanur pönnukökum mömmu sinnar. Að öðru leyti var kvöldið fyrirtak og rúmlega það. Mikið skelfing er gaman að þekkja leiðsögumenn og umgangast þá.

Félag leiðsögumanna er orðið 35 ára gamalt, var stofnað 1972. Þrír stofnfélagar voru á fundinum og var hún Ásta Sigurðar heiðruð enda mikil driffjöður til margra ára.

Pétur Gunnarsson leiðsögumaður (ekki rithöfundur) sagði af ferð sinni til Nepals sem var hin forvitnilegasta. Hann er høj og slank (svona eru dönsku áhrifin endalaus) og mikill burðarkraftur í honum en samt sagðist hann ekki hafa átt roð í pínulitlu og afar grönnu nepölsku konurnar sem stukku um með 70 kílóa steina á bakinu.

Ég þýfgaði auðvitað Skúla um árangur af kjarafundi dagsins í dag. Ég kýs að vera bjartsýn ...

Svo tók ég umtalsverðan helling af myndum en nú á Ingvi eftir að kenna mér að taka þær út af kortinu. Ingvi? Annars dregst það fram yfir 19. desember þegar ég er búin í þýðingaprófinu mínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband